Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 9
Ástandió í mörgum bæjum Palestínumanna er hörmulegt eftir marga mánaða stríósástand. þátttaka en vegna hörmungarástandsins hefur þaó snúist mun meira upp í aó vera beint hjálparstarf. Hvernig er að starfa á pessum slóðum vlð pœr aðstœður sem par rikja? Þaó hefur verið mjög erfitt og allt öóru- vísi en vió bjuggumst vió. Eins og ég nefndi áóan hefur þetta orðið mun meiri bein þátttaka í neyðaraóstoó en reiknað var meó. Okkar fólk hefur því tekió þátt í því að fara inn í þessar flóttamannabúðir, eins og þaó er kallaó, eða borgir og bæi sem Palestínumenn búa í og deila þar út mat- vælum, lyfjum og öórum sjúkragögnum. Astandió hefur verið afskaplega erfitt og þetta hefur reynt mikið á fulltrúa okkar en þeir hafa staðió sig mjög vel og hafa sent frá sér góðar upplýsingar aó okkar mati fyr- lr okkur sem ekki þekkjum aóstæóur af eig- in raun. Hefur Hjálparstarf kirkjunnar verði gagnrýnt íýrir að sinna Palestínumönnum? Já, því er ekki aó neita að því hefur verið haldið fram að með því aó senda fólk til starfa þarna værum við að taka afstöðu með Palestínumönnum gegn Israel. Eg var spurður um þetta þegar vió tilkynntum þátttöku okkar í þessu starfi og svaraói því þá að Hjálparstarf kirkjunnar tæki ekki af- stöóu með öðrum aóilanum á móti hinum heldur hlytum við sem kristin stofnun og kristnir einstaklingar fýrst og fremst aó taka afstöðu gegn mannréttindabrotum, illsku og yfirgangi, hvort sem í hlut eiga Palestínu- menn eóa Israelsmenn. A þeim forsendum sendum vió þetta fólk til starfa til þess að taka þátt í hjálparstarfi og sýna þeim sem veróa undir og illa úti í þessum átökum samstöðu og stuðning, um leió og ætlunin var að reyna að koma á sambandi milli að- ila. Ástandió hefur hins vegar verió þaó slæmt aó þaó hefur ekki tekist á þann hátt sem viö vonuóumst til aó þessir fulltrúar gætu oróið til þess að byggja einhvers konar brú milli ákveðinna aðila í ísrael og Palest- i'nu. Orkan hefur farió í beina neyóarhjálp. Hvaða augum lítur pú ástandið I Israel og Palest- ínu nú um stundir? Þetta er auóvitað mjög alvarlegt ástand. Eg var þarna á feró þegar upp úr sauð fýrir rúmu einu og hálfu ári og hef fýlgst vel meö síðan. Eg hef auóvitaó fýlgst með sögu Isra- els alveg frá því að ég hafói vit á því og þó aó ástandið sé alvarlegt nú getur þaó oróió enn verra því þetta er á vissan hátt púður- tunna sem getur leitt til mun víótækari átaka en eiga sér þar stað núna. Þaó sorg- legasta er aó menn virðast alltaf halda aó unnt sé aó leysa deilur með vopnavaldi og átökum en þaó hefur sýnt sig aó þaó leysir 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.