Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 23
verið aó leggja áherslu á samvinnu þeirra sem starfa að æskulýósmálum og þetta á kirkjan aó grípa fegins hendi. Flestar félags- miðstöóvar eru opnar 2-3 kvöld í viku sem þýóir aó þær og öll sú góóa aóstaða sem þar er fýrir unglinga stendur ónýtt 3-4 kvöld í viku. Arbæjarkirkja er til dæmis í samstarfi vió Ársel og fær að hafa æskulýósfundina þar inni á sunnudagskvöldum þegar þaó hent- ar og hefur því í fýrsta skipti getaó boóió upp á snóker, borótennis, þythokkí, bandí og fleira sem dregur aó. Þá gætu kirkjan og KFUM & K tekió upp mun markvissara samstarf, því stór hópur þeirra sem starfar að æskulýðsmálum á bakgrunn í æskulýðsstarfi KFUM & K og í mörgum tilfellum er verió aó vinna ná- kvæmlega sama starf þar og á fræðslusviói kirkjunnar. Af hverju er fólk í vinnu hjá KFUM & K og hjá kirkjunni vió að gera hugleióingarefni? Af hverju vinna þessir aóilar ekki saman? Æskulýósefnió sem kom frá kirkjunni síó- astlióinn vetur er til dæmis unnið af sitjandi æskulýósfulltrúa KFUM & K. Af hverju voru tvær nefndir að að undirbúa sitthvort ung- lingamótió í Vatnaskógi sem haldið var meó tveggja vikna millibili í vor? Af hverju voru bæði mótin ekki keyrð á sömu yfir- skrift og grunndagskrá? Væri ekki betra að önnur hvor nefndin sem vinnur aó undir- búningi mótanna, væri laus frá því og gæti því notaó tímann sinn í undirbúning á öóru verkefni fýrir unglinga? Þessar spurningar er vert aó skoða vel og lengi má tala um alla þá möguleika sem kirkjan á í æskulýðsstarfi en það mikilvæg- asta sem vió þurfum aó veita unglingunum er það sem allir unglingar vilja og þurfa, en þaó er athygli, kærleikur og samþykki. Margir segja aó meginástæðan fýrir því að unglingar byrji að reykja sé þráin eftir þessu. I gegnum sígarettuna veitir ákveðin hópur unglingnum samþykki og um leið vissan kærleika, umhyggju og athygli þegar hann verður hluti af hópnum. Kirkjan á aó hafa nóg af starfsfólki sem er tilbúió aó vinna með unglingunum og veita þeim at- hygli, uppörva þá, fela þeim ábyrgó og hrósa þeim. En í þessu er einmitt stærsta hindrun æskulýósstarfsins fólgin og þaó er fjár- magnió. Vió getum ekki nýtt okkur þau tækifæri sem vió höfum nema aó til komi meira fjármagn inn í æskulýósmál. Kirkjan á að eiga marga æskulýósfulltrúa sem geta sinnt starfinu og engu öðru. Þaó eru stór- kostlegir ávextir að sjást frá þeim stöðum þar æskulýósfulltrúar hafa getað gefið sig alfarió aó starfinu. í Fella- og Hólakirkju hefur til dæmis verió starfandi æskulýósfull- trúi um langt skeið og fýrir um sex árum bauó æskulýðsfulltrúinn þar upp á biblíu- leshóp fýrir þá unglinga sem voru í æsku- lýðsfélaginu og hittust þau heima hjá hon- um tvisvar í mánuói. Það mættu ekki marg- ir svona um 4-10 en þarna gat hann gefió þeim tíma og athygli og í dag eru fjórir af virkustu leiótogum æskulýðsstarfs kirkjunn- ar komnir úr þessum biblíuleshóp. Auóvit- aó var starfið kostnaóarsamt ef talinn er kostnaóur á einstakling, en ávextirnir eru ríkulegir og ef vió ætlum aó ná virkilegum árangri erformúlan einföld: Því færri krakk- ar á hvern leiótoga því betri árangur. Kirkjan veltir stórum fjárhæóum á ári og þegar vió úthlutum fjármagni er bara eitt sem vió þurfum að hafa í huga og þaó er forgangsröðun og þegar vió forgangsröð- um legg ég til aó vió höfum hugfast þaó sem Þjóóverjarnir minntu á meó bolunum sínum: Án unga fólksins er kirkjan bæói gömul og hrörleg! Guðni Már Harðarson er guðfrœðinemi og æskulýðsfulltrúi í Árbœjarkirkju. 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.