Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 10
engan vanda. Þaó getur e.t.v. frestaó hon- um eitthvað á yfirboróinu en það þarf aó leysa svona vandamál á annan hátt en meó valdi. Þarna býr venjulegt fólk, bæói Palest- ínumenn og Cyðingar, sem líóa fyrir þaó að málió er allt í einum hnút. Torgió fyrir framan fæóingarkirkjuna í Betlehem. Heimsbyggóin fylgdist meó fréttum af umsátri Israelshers um kirkjuna fyrir skömmu. sætta sig við aó öfgahópar, hvort sem það er í nafni trúarbragða eóa stjórnmála, beiti svona aóferóum. En það eru líka takmörk fýrir því hvaó menn geta leyft sér f nafni leitar að hryðjuverkamönnum. Á bæn vió grátmúrinn. Fjöldi Gyóinga frá ýmsum stöóum í Evrópu hafa sest aó í Israel á undanförnum árum. Því er stundum haldið fram að Arafat leiki tveim skjöldum, annars vegar gagnvart Vesturlöndum og hins vegar gagnvart eigin þjóð. Hver er ábyrgð hans og Arabaríkjanna á ástandinu? Það má spyrja hvaóa þjóóarleiótogi leiki ekki tveim skjöldum að einhverju leyti vió aðstæður sem þessar. Auóvitaó er ábyrgð þeirra sem halda um stjórnvölinn, bæði í Israel og Palestínu, gríóarlega mikil og oft viróist manni aó þetta sé eins og einkastríð þeirra í milli. Fólkið í landinu sé ekki spurt hvaó þaó vill. Eg minnist t.d. palestínskra mæðra sem fóru í kröfugöngu vegna barna sinna sem oft eru sett í fýlkingarbrjóst. Ef- laust er eitthvaó til í því aó svo sé og vió vit- um að börn hafa verió alin upp í miklu hatri og tortryggni. Megin ástæóan er þó sú að þetta fólk hefur búió vió aðstæður sem eru jarðvegur fyrir tortryggni og hatur. Fátækt og misrétti getur oróió jaróvegur fyrir öfgar af ýmsu tagi. Þaó má sjálfsagt reyna aó skýra ástandió á ýmsan hátt og ég er sann- færóur um að Arafat ber mikla ábyrgó og Arabaríkin einnig því þau hafa bæói staóió sameinuð gegn Israel og jafnframt ekki sinnt Palestínumönnum sérstaklega frá stofnun Israelsríkis. Þar hefðu þau örugg- lega getaó gert meira. En það hefóum vió á Vesturlöndum líka getaó gert og sinnt flóttamannavandamálinu miklu betur en raun ber vitni og þannig stuólaó að því aó skapa aóstæóur sem eru meira vióunandi og síður jarðvegur fyrir hatrið. Ábyrgðin Er unnt að réttlœta aðgerðir Israelsmanna með því að segja að þeir séu að berjastgegn hryðju- verkamönnum? Við sem fýlgjumst með fréttum vitum aó þaó hafa verió framdar hörmulegar hryójuverkaárásir í Israel og spyrjum okkur hvers vegna þær eigi sér staó. Hvaö knýr fólk til aó grípa til svona hryllilegra aó- geróa aó sprengja sjálft sig í loft upp og taka með sér fjölda saklausra borgara? Vissulega þurfa Israelsmenn aó verja sig gegn hryójuverkamönnum en þegar við horfum á þær hernaðaraðgerðir sem þeir hafa beitt undanfarið þá tel ég að þær séu langt umfram það sem þessi hryójuverk gera nauósynlegt. Eg er auövitað enginn hernaóarsérfræðingur en þegar maóur sér hvernig borgir og bæir eru lagðir í rúst, vatnsveitur eyöilagóar, hús sprengd í loft upp og öllu innra samfélagskerfi sundraó þá finnst manni að það sé verió aó gera eitthvað meira en eltast vió hryðjuverka- menn sem kunni að leynast í einhverjum húsum. Mín skoóun er sú aö ísraelar beiti allt of mikilli hörku. Auövitaó verða þeir aó verja hendur sínar og þaó er ekki hægt aó 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.