Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 30
Filipíbréfinu 4:4—7 stendur: „Verið ávallt glaðir í Drottni. Eg segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönn- um. Drottinn er í nánd. Verió ekki hugsjúk- ir um neitt, heldur gerió í öllum hlutum óskir yóar kunnar Guói meó bæn og beióni og þakkargjörð. Og friður Guós, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ Eru þetta ekki styrkjandi og lífgefandi orð? Þau hljóma allavega betur í mínum eyrum held- ur en sú neikvæóni sem einkennir oft þjóð- félagsumræðuna. Nýja testamentið fullvissar okkur um aó andlegur kraftur sé veruleiki og skýrir okkur frá því aó kristindómurinn sé ekki bara fræðikenning eóa hugsjón heldur líf, lífið sjálft. Innsti kjarni lífsins þar sem upp- sprettur lífsins eru. Hann er kraftur og sindrandi, lífgefandi orka, eins raunveruleg og orka sólarinnar og vatnsins. Eg trúi því aó stærsti leyndardómurinn vió farsæld og hamingjuríkt líf sé trúarvissa. Hún færir manni sanna hugarró og rétt verómæta- skyn þannig að með tímanum þróum við með okkur einhvers konar gullinn mæli sem segir okkur hvers virói hlutirnir eru meó til- liti til lífsins og með hjálp bænarinnar get- um við afskrifaó helminginn af áhyggjum okkar á ekki allt of löngum tíma. Flestar okkar áhyggjur eru sprottnar af hugsunum okkar og tilfinningum. Ef vió komum jafn- vægi á þessi svió í lífi okkar, þá erum við betur í stakk búin til að takast á vió erfió- leikana og tökum oftar skynsamlegar ákvaróanir, byggóar á raunsæismati. Við hættum aó láta okkur berast með straumn- um og tökum síóur ákvaróanir vegna þrýst- ings kaupmanna og annarra þátta í um- hverfi okkar sem hafa mótandi áhrif á það samfélag sem við byggjum. Guó gaf okkur frjálsan vilja, vilja til að velja og hafna. Ennfremur hvílir sú skylda á hverjum og einum aó axla ábyrgó, ábyrgð á okkar eigin lífi og velgengni og líka samfé- lagslega. Öll þurfum vió aó vinna aó því að bæta þá hagsæld og farsæld sem vió búum við í þjóófélagi okkar. Það er ekki sama hvernig við förum með þennan vilja sem Guó gaf okkur. Við verðum að vera viss um að við séum aó gera rétt. Hvernig getum við verið það? Með því aó fylgja. Jesú Kristi frelsara okkar. Hann er vegurinn, sannleik- urinn og lífið! I Sálmi 119:9 stendur skrif- aó: „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því aó gefa gaum að orói þínu.“ Kæri vinur, þaó er góóur sióur að fara til læknis eóa tannlæknis með vissu millibili, en þaó er einnig skynsamlegt að fara til hins andlega ráðgjafa síns, reglubundió til eftir- lits. Þegar þér finnst þú fara aó veróa áhyggjufullur og persónuleiki þinn hafa oróið fyrir einhverju skakkafalli, farðu þá til ráógjafa þíns og segðu honum allt af létta, hvaó er aó hrjá þig og þjaka, hreinskilnis- lega. Finndu þér kirkju og ræktaðu trú þína, vertu virkur í kristnu samfélagi og þú munt fylla upp í það tómarúm sem vió öll höfum fundið eða munum finna innra meó okkur . Þú munt öðlast nýjan þrótt, byggja upp nýjan Kfskjarna og umbreytast, þértil fyllra og hamingjuríkara lífs. Þú endurfæðist og hlýtur aó launum eilíft líf fýrir náó og miskunn Guðs. Guó blessi þig og varóveiti og gefi þér gæfu til þess aó öðlast mikla trúarvissu og trúartraust. Það er lykillinn aó allri vel- gengni. Heimildir: Biblían. Lifandi Orð. A Guide to confident living, eftir Norman Vincent Peale. Lífsgleói njóttu, eftir Dale Carnegie. Alfræðiorðabókin. Höfundur er lögreglumaður í Reykjavík og meðlimur í Islensku Kristskirkjunni. NORÐUR-KÓREA Neóanjaróarkirkjan fer vaxandi Þrátt fyrir opinbert bann á flestum trúarbrögðum í Norður-Kóreu er leynileg kirkja í landinu mjög vaxandi og hefur meira aó segja háttsetta valdamenn innan sinna raóa. Þetta kemur fram hjá Todd Nettleton, talsmanni Raddar píslarvottanna, í viðtali við United Press International fyrr á árinu. „Eftir því sem við komumst næst eru meólimir kirkjunnar aó- allega eldra fólk sem var kristið fýrir byltingu kommúnista eóa þá mjög ungt fólk sem hefur tekió trú sem flóttamenn í Kína.“ Nettleton greindi frá því aó trúaó kristið fólk ferðist meó leynd yfir landamærin frá Kína inn í Norð- ur-Kóreu til að koma á fót leynilegum kirkjum. „Ef þeir eru tekn- ir höndum á leið sinni frá Kína inn í Noróur-Kóreu eru þeir oftast teknir af lífi samstundis,“ sagói Nettleton. „Ef þeir nást Kína- megin landamæranna eru þeir framseldir Noróur-Kóreumönnum þar sem þeir eru fangelsaðir." Arið 1998 leyfóu yfirvöld þremur kristnum kirkjum að hefja starf- semi í höfuðborginni Pyongyang — tvær þeirra eru kirkjur mót- mælenda en ein kaþólsk. Þeir Evrópubúar sem hafa heimsótt þessar kirkjur segja aó þær séu klárlega falsanir. Þeim fannst eins og kirkjurnar væru fullar af leiguþýi sem auðsjánlega átti að ganga í augun á erlendu gestunum. SVÍÞJÓÐ Gengu hálfa Vasagönguna og söfnuöu fé til bágstaddra barna Jack-Tommy Ardenfors forstöóumaður hjá Smyrnasöfnuóinum í Gautataborg hefur nánast aldrei staðió á skíðum, hvað þá geng- ió. Þrátt fyrir það gekk hann hálfa Vasa-skíðagöngu (45 km.) ásamt fimmtíu öðrum forstöóumönnum sænskra safnaða. Vasa- skíóagangan er stærsta og vinsælasta ganga í Svíþjóó og eru þátt- takendur eru um 16 þúsund ár hvert. „Eg datt nokkrum sinnum en var ákveóinn aó gefast ekki upp,“ segirJack-Tommy. „Vió settum markið hátt fýrir Livsnerven,“ seg- ir hann, en það eru samtök sem hjálpa börnum í stríðshrjáðum löndum víðs vegar um heiminn. „Okkur tókst að safna um einni miljón sænskra króna til stuónings þurfandi börnum . í ár var sjónum beint aó börnum í Afganistan, Sierra Leóne og í gömlu Júgóslavíu." Samtökin Livsnerven hófu starf fýrir um sex árum með því að hvítasunnusöfnuður í Dölunum I Svíþjóó fékk forstöðumenn safnaóa til að ganga Vasagönguna og safna fé í gegnum áheit. Ár- angurinn hefur verið frábær og eins og fýrr sagói tóku um 50 for- stöðumenn og konur þátt í göngunni í ár og einnig mikill hópur af óbreyttum safnaðarmeólimum frá mörgum stöóum í Svíþjóó. En hvað sagði Jack-Tommy eftir skíóagönguna? „Þetta var frá- bært! Á næsta ári gerum við þetta almennilega og göngum alla leið, og förum þessa 90 km frá Selen til Mora. um víða1 n verold

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.