Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 22
Kirkjan sem heild gæti tekió saman á \zeggspjald upplýsingar um hvar og hvenær öóruvísi messur eru í hverjum mánuói og gefió þannig fólki sem þaó kýs kost á aó þræóa þessar messur á hverjum sunnudegi. Þannig væri hægt aó tryggja aó sem flestir nytu þeirrar miklu vinnur sem að baki ligg- ur. Kirkjan gæti líka boóió upp á glæsilega gospeltónleika þar sem öllum fermingar- börnum er boóió. Svo væri hægt aó breyta fyrirkomulaginu í fermingarfræóslunni þannig að krökkum sé ekki bara skylt aó fara í 8-1 2 messur heldur geti boóist sá val- kostur aó mega velja í 3-4 skipti aó taka frekar þátt í æskulýósfélaginu í kirkjunni sinni. Þaó hefur verið reynt á nokkrum stöóum og gefið góða raun. Aukin fjöl- breytni er því ef til vill mikilvægasti hlekkur- inn í sókn kirkjunnar. Og skírnarskipunin segir okkur aó sækja. Því skulum við aldrei gleyma. í þessu samhengi er lærdómsríkt aó lesa sögu sr. Friðriks Friórikssonar sem óneitan- lega er mesti æskulýósfrömuóur sem þjóð- in hefur átt. Sú lesning sýnir að sóknarfær- in eru óteljandi. Ástæðan fýrirárangri hans var í raun ofureinföld. Sr. Friðrik var ávallt meó puttan á púlsinum á því sem drengjum þótti spennandi og blandaði trúnni og dag- lega lífinu snilldarlega saman. Hann fór meó drengina í herleiki og mar- seraði meó þá af því aó hann vissi aó þeim þótti það gaman. Sr. Friórik stofnaði fót- boltafélag á vegum KFUM þegar hann frétti afnokkrum strákum sem voru byrjaðir spila fótbolta. Hann las sig til um leikinn, setti sig vel inn í hann svo aó hann gæti nálgast þessa stráka og kennt þeim. Hann stofnaói lúórasveit, skógræktarfélag, skátahóp, sumarbúóir, kór, fór í ferðalög, hann þýddi, fýrstur íslendinga, Tarsan úr dönsku og hafói framhaldssögu á hverjum fundi. Allt þetta og fleira til dró marga á fundi en alltaf blandaó! hann Guós orói inn í og sameinaói þaó áhugamálum drengjanna. Þaó er nauósynlegt aó vió séum líkt og sr. Friðrik alltaf á tánum, fylgjumst meó því hverju unglingarnir hafa áhuga á og séum með alla öngla úti. í Noregi sem dæmi hef- ur þaó reynst vel hin síóustu ár aó vera með opið æskulýósstarf í íþróttahúsum. Þá geta krakkarnir komió og leikið sér í hverri þeirri íþrótt sem þeir vilja, markmióió er ekki aó vinna heldur að vera meó. Þetta starf hafa krakkar sem annars æfa ekki íþróttir gripió fegins hendi. í lok hverrar stundar er síóan hugleióing og bænastund. Er þetta sóknar- færi? Víóa á íslandi eru starfandi unglinga- og barnakórar á vegum kirkna en engin eigin- leg helgistund eóa boðun fer þar fram. Þetta er eflaust einfalt og ódýrt sóknarfæri. Vió getum án efa gert mun betur í notkun margmiðlunar og í stuttmyndageró og ráó- ió einhvern sem kann til verka til aó koma f öll þau æskulýósfélög sem vildu og taka upp stuttmynd meó biblíustefi eóa nútíma- útgáfu af einhverri dæmisögu. Ætti kirkjan ef til vill aó fara í samvinnu vió unga kvik- myndageróarmenn og efna til samkeppni um útfærslur á dæmisögum? Eða aó styrkja þá sem eru aó Ijúka kvikmyndanámi til að gera lokaverkefnið sitt sem nokkurs konar hugleiðingu sem nýtast mætti til aó ná til unglinga meó þeim mióli sem þau eyóa mestum tíma fyrir framan? Getum vió stofnaó Ijósmyndaklúbba? Tölvuklúbba? Leikfélag? Kvikmyndaklúbba? Veióifélag? Matargeróarklúbb? Eða boóió uppá nám- skeió í þessum dúr? Kirkjan þarf aó vera óhrædd vió aó prófa nýjar leiðir, þaó er ekki hættulegt þó aó ein- hverjar hugmyndir virki ekki, því þaó eina sem gerist ef hugmynd gengur ekki upp er aó vió höfum útilokaó eina leió sem virkar ekki. Edison var búin að útiloka á annað þúsund leióir þegar hann fann þá réttu í Ijósaperunni! Samstarfsmöguleikar eru líka miklir og síðustu ár hafa sveitarfélög og hverfisráð 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.