Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 25
Mikil eftirspurn er eftir hæfum og góóum leiðtog- um en lítió framboó þeirra er m.a. ástæóa þess aó ekki er unglingastarf í mörgum söfnuóum samkvæmt upplýsingum frá prestum og djáknum. reynslu af að vinna meó börnum og ung- lingum. Þeir eru einnig áhugasamir um starfió og uppfullir af hugmyndum. Leió- togarnir átta sig á mikilvægi persónulegra tengsla og nándar því þeir hafa mestan áhuga á aó sækja námskeió er snerta sam- skipti vió unglinga og sálgæslu. Einnig eru þeir í góóum tengslum vió unglingana því rúmlega tveir þrióju segja að unglingar í starfinu hafi leitaó til þeirra meó sín per- sónulegu vandamál. Þaó þarf aó hlúa aó þessum hluta starfsins enn betur og svara þörfum leiótoganna. Á hinn bóginn þarf aó snúa þeirri þróun vió aó fáir eldri leió- togar, yfir 25 ára, eru starfandi vió ung- lingastarf. Mikil eftirspurn er eftir hæfum og góðum leiótogum en lítió framboó þeirra er m.a. ástæða þess að ekki er unglingastarf í mörgum söfnuðum samkvæmt upplýsing- um frá prestum og djáknum. Þetta á eink- um vió um stærri þéttbýlisstaói úti á landi. Þó ætti þaó ekki aó standa unglingastarfi fyrir þrifum því prestar og djáknar ættu aó vera fullfærir aó starfa meó unglingum eins og börnum. Hér viróist vera ákveóió van- mat á ferðinni því nær allir prestar og djáknar eru mjög jákvæóir í garó unglinga- starfsins og gera sér grein fyrir mikilvægi þess. Ahugi er fyrir starfinu, bæói hjá ungling- um, foreldrum, prestum og djáknum og sóknarnefndum. Prestar og djáknar telja frekar samkeppni við aóra afþreyingu vera starfinu helsti Þrándur í Götu og er þetta viðhorf einkum í stærri söfnuðum. Sam- keppni um frítíma unglinganna er mikil en hún þarf ekki aö vera neikvæð. Ljóst er aó hún hefur leitt til markvissara og betra starfs meðal unglinga. Við getum lært af öórum félagasamtökum sem vinna meó ungu fólki og eins höfum við ýmislegt til málanna aó leggja. Víóa í söfnuóum er gott samstarf vió önnur félagasamtök. Einnig eru möguleikar samstarfs mikilir úti á landi. I könnuninni kom m.a. fram at- hyglisveró samvinna sóknarprests og ann- ara félagasamtaka í unglingastarfi í söfnuói í dreifbýli. Þessi samvinna var aó frumkvæói sóknarprestsins og gafst mjög vel. Einnig þarf aó vera meira samstarf milli þeirra hreyfinga sem sinna kristilegu unglinga- starfi. Þaö þarf að vinna saman á breiðum vettvangi, samnýta kraftana bæói í starfi og leiótogafræóslu. Samkeppni og ómarkviss vinnubrögó eru ekki til góós. Samheldni og samráó ætti aó geta skilaó mjög góóum ár- angri. Einnig þarf aó auka samstarf við heimili og foreldra. I könnuninni kemur fram aó foreldrar koma mjög sjaldan að starfinu. Það þarf aó finna leióir til þess að koma slíku samstarfi á. I nýlegum rannsóknum á tómstunda- starfi unglinga kom í Ijós aó starf með ung- lingum sem byggir á því aó ná til ungling- anna og mynda jafnvel persónulegt sam- band vió þá hefurjákvæð áhrif á þá og hef- ur forvarnargildi. Einnig er bent á aó starf meó festu og skipulagningu og þar sem stefnt er aó einhverju sérstöku undir stjórn fulloróinna hefur jákvæó áhrif. Starf þar sem meira er „hangió" og minna er unnió hefur t.d. minna forvarnargildi gegn vímu- efnaneyslu. Af þessu má sjá að unglinga- starf kirkjunnar er á réttri leið hvaó varðar að ná til unglinganna og á það þarf aó leggja enn frekari áherslu. Hins vegar veró- ur aó huga betur aó því aó hafa eitthvaó fyrir unglingana til þess aó stefna og vinna að í unglingastarfinu. Einnig þarf aó setja starfinu skýrari markmið til þess að vinna eftir en sú vinna er nú þegar hafin í starfs- hópi fræóslusviós Biskupsstofu sem hefur með unglinga og ungt fólk aó gera. Unglingastarf eins og barnastarf er mjög mikilvægt, eins og einn prestur eða djákni komst svo vel aó orói í könnuninni: „Ef kirkjan talar ekki vió unglinga endar þaó að lokum meó því aó hún talar ekki við neinn.“ Kirkjan þarf þannig að þekkja aóstæóur unglinganna svo hún geti talaó til þeirra og átt erindi vió þá og það gerir hún meó því aó starfa meó þeim. I unglingstarfi liggja tækifæri og vaxtarmöguleikar. í mörgum söfnuóum er ekkert unglingastarf en víöa eru góðar aóstæóur aó skapast fyrir þaó. Áhugasamir leiótogar eru starfandi, aó- staða oft góó, áhugi hjá sóknarnefndum og prestum og einnig er fjármagni veitt í þenn- an málaflokk. Möguleikarnir í starfi með unglingum eru óendanlegir, þess vegna þurfum við að vera vakandi fýrir öllum nýj- ungum og vera óhrædd aó prófa okkur áfram. Einnig þarf aó hafa auga meó breyttum tímum og áherslum, móta þannig starfió eftir því, en halda samt sérstöðunni, sem er kærleikssamfélagió. I könnuninni fengust svör við ýmsu, staó- festing á því sem var vitaó fyrir og einnig kom fram margt nýtt. Upplýsingarnar sem söfnuðust eru dýrmætar og hjálpa til vió að hlúa aó og bæta þaö unglingasstarf sem unnió er í söfnuóum kirkjunnar. Mikilvægt er aó gera úttekt sem þessa með reglulegu millibili á öllu safnaóarstarfi. Greinar og vefslóóir um tengt efni: http://www.kirkjan.is/kirkjustarf /?unglingastarf Unglingastarf kirkjunnar, Kirkjuritió, 67. árg. 3. tbl. Könnun á unglingstarfi þjóókirkjunnar, Fræóslusvió Biskupsstofu, 2001 Stefán Már Gunnlaugsson er guðfrœðingur og starfar á frœðslusviði Biskupsstofu. Pizzupartý í æskulýðsfélaginu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.