Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 27
fá það svar aó hann sé góóur og hættuleg- ur. Guó er góóur, en þaó er hættulegt að breyta gegn vilja hans. Sönn guóhræðsla kemur aó innan. Hún vaknar ekki vegna ótta við menn eóa vegna ótta þrælsins vió herra sinn. Nei, hún er ótti þess, sem er elskaóur, við að forsmá kærleikann sem honum er sýndur. Hún er ótti mannsins vió aó brjóta vilja Guðs sem elskar hann. Guó- hræóslan undirokar ekki heldur leysir. Það er leyndardómur hennar aó sá sem óttast Guó þarf ekki aó óttast neinn annan. Þess vegna er hún uppspretta djörfungar og veit- ir frelsi. - Kannski þurfum vió aó vera minnt á þetta? Við sem eigum svo margt og höf- um svo margs að gaeta. Kannski binda eig- urnar okkur, staða okkar í þjóófélaginu, vinirnir? Ereitthvað sem upptekur okkur og kemur í veg fyrir aó við óttumst aó forsmá kærleika Guðs? Er eitthvaó sem ýtir til hlið- ar guðhræóslunni hjá okkur? Annaó atrióió er ióni. I vissum skilningi erum vió gestir og útlendingar hér á jöró- inni en þaó réttlætir ekki að við séum skeyt- ingarlaus um eigin hag og annarra. Þegar Israelsmenn höfóu verió herleiddir til Babýlon talaði Guó til þeirra fyrir munn Jeremía spámanns: „Látió yður umhugað um heill borgarinnar, sem ég herleiddi yður til, og biðjið til Drottins (ýrir henni, því aó heill hennar er heill sjálfra yðar“(29:7). Sagan geymir margar frásagnir af kristnum mönnum sem komust til áhrifa vegna þess að þeir voru iónir og báru hag fýrirtækisins fyrir brjósti. Menn sáu aó þeim var treystandi og þeim var falin margvísleg ábyrgó. Vió erum líka kölluó til aó vera iðin, sinna starfi okkar af kostgæfni og láta ekki stjórnast af von um skjótfenginn gróða. Hvatning Páls postula ( Kólossubréfinu er í fullu gildi: „Hvaó sem þér gjörió, þá vinnió af heilum huga, eins og Drottinn ætti í hlut, en ekki menn“ (3:23). I þriója lagi er einuró. Lýdía hvikaói ekki frá settu marki. Hún baó þá aó ganga í hús sitt og þessu fylgdi hún fast eftir eins og segir í Postulasögunni. - „Sá sem efast er líkur sjávaröldu, er rís og hrekst fýrir vindi. Sá maóur, tvílyndur og reikull á öllum veg- um sínum, má eigi ætla, aó hann fái nokk- uó hjá Drottni", segir íjakobsbréfi 1:6b-8. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa ákveð- um,L víða1 n verold ið markmió aó stefna aó. Þaó blása margir vindar í samtímanum. Sumir kunna að hafa á sér trúarlegt yfirbragó en leióa menn samt ekki til Krists. Við þurfum fasta stefnu í þessu umróti. A göngu lífsins þurfum vió bæói kort og áttavita. Biblían er kortið og Jesús Kristur er áttavitinn sem sýnir okkur hvernig kortió snýr. I fjóróa lagi er samfélagsvitund eða ein- ing, samfélagió um fagnaóarerindið. Jesús sagói aó á því skyldu lærisveinar hans þekkjast aó þeir bæru kærleika hver til ann- ars. Þaó er auóvelt þegar allt leikur í lynd, en verður þeim mun mikilvægara þegar skerst í odda. Þaó hefur verið sagt aó þaó sé mesti veikleiki kristindómsins á Vestur- löndum aó kristnir menn skiptast í hópa sem viróast vera í samkeppni og kærleikur- inn milli þeirra er engan veginn augljós. Menn sjá ekki þetta sérkenni sem á að fylgja kristnum mönnum og boóunin miss- ir marks. Hafi samfélag um fagnaóarerind- ió og einingin sem því fýlgir verió mikilvæg fyrir frumkirkjuna, þá er þaó ekki síður mik- ilvægt á okkar tímum. Við þurfum að standa saman og styója hvert annað í því verki sem okkur hefur verið falið - og þeir sem fyrir utan standa þurfa að meðtaka vitnisburðinn sem felst í einingu kristinna manna - á þessum tímum einstaklings- hyggju og sjálfmiólægni. Loks má nefna kristniboðshugarfar. Kannski má meó nokkrum rétti segja aó það spretti af þeim þáttum sem áóur eru nefndir. Sá sem er upptekinn af vilja Guós sér fljótlega að Guð elskar alla menn, líka þá sem hafa aldrei heyrt um hann. Sá sem er iðinn situr ekki með hendur í skauti held- ur fer að gera eitthvaó í málinu. Sá sem er einaróur setur sér ákveðna stefnu, tekur aó sér verkefni sem hann fylgir fast eftir og gef- ur ekki upp á bátinn. Sá sem tekur einingu kristinna manna alvarlega veit aó ábyrgóin á kristnum meóbróóur einskoróast ekki við landamæri og ábyróin á þeim sem hafa ekki heyrt er okkar allra. Saman knýja þessir þættir okkur til aó fara af stað og gefast ekki upp þótt móti blási. Haraldur Jóhannsson er lceknir. Gutenberg Biblían fer á netió BBC fréttastofan greinir frá því aó Gutenberg Biblían — „táknmynd prentlistar og menningarsögunnar“ — sé á leióinni á netió svo aó ekki ein- ungis fræóimenn geti skoðaó hana heldur allir þeir sem áhuga hafa. Þaó eru einungis til þrjú fullkomin eintök af henni frá mióri 15. öld. Fyrirtækió Octavio, sem hefur á aó skipa tölvu- sérfræðingum, munu skapa eins full- komna útgáfu og mögulegt er af þeirri einu Biblíu sem til er í Bandaríkjunum. Hún er varóveitt í Þingbókasafninu í Washington D.C. Samkvæmt frétt BBC er ein útgáfa Biblíunnar til á Breska bókasafninu. Yfirmaður safns- ins sagói aó það væri mikils virði aó ekki einungis fræóimenn hefóu aó- gang henni. RÚSSLAND 16.000 Rússar hlýddu á Guðs oró á einni viku Tveir rússneskir trúboðar sögðu krist- inni hjálparstofnun nýlega frá því að 16.000 Rússar hefóu heyrt fagnaóar- erindió dagana 3. — 11. janúar síóast- lióinn og að 2.000 hefóu tekió trú. Innlendir trúboóshópar héldu um tvö hundruó samkomur á Úralfjallasvæó- inu. Flestar samkomurnar voru haldn- ar ( heimahúsum eóa í minni opinber- um byggingum. I einni stórri borg leigóu þeir skautahöll sem tók 5.000 manns. Annar trúboðanna, Yuri aó nafni, sagði frá því aó starf hans hefói hafist árió 1992 og nú þegar hefói verió komið á fót yfir 150 kirkjum. „Nokkr- ar telja um þaó bil 250 manns en margar eru aðeins litlir heimahópar sem telja að meóaltali 10 manns." Trúboð hans hefur á sínum snærum yfir 200 trúboóa og hann segist hafa þjálfað hundruó manna í Biblíuskól- anum sem hann rekur. „Þeir eru ákaf- ir í aó komast út á akurinn,“ sagði hann, „en eiga ekki peninga fýrir föt- um og mat.“ 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.