Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 28
leiósögn og lífs Trúin er til sigurs án ottal „Hvaó er trú? Þaó er örugg vissa um að von okkar verói aó veruleika. Trúin er sannfær- ing um aó vió fáum það sem vió vonum, enda þótt vió sjáum þaó ekki.“ „Meó því aó trúa — treysta oróum Guós — þá skiljum við hvernig alheimurinn hefur oróió til úr engu, eftir skipun Guós“ (Heb. 11:1, 3). Þessi oró eru tekin upp úr bókinni Lifandi Oró en þaó er Nýja testamentið og Sálmarnir endursagóir á daglegu máli, fólki til uppörvunar og fróóleiks. Þar getur fólk nálgast Guós oró á mjög aðgengilegan, auó- veldan og skiljanlegan hátt. Oft heyrir maóur fólk lýsa því yfir aó þaó trúi bara alls ekki neitt á Guó og þaó jafnvel kennirsigvió trúleysingja. En þá spyr ég, hvernig ætlar sá hinn sami aó ganga í gegnum lífió án trúar? Trúir hann engu? Trúir hann ekki á sjálfan sig? Sá sem hefur ekki trú á sjálfum sér býr vió skerta sjálfs- mynd og vanmáttugt sjálfstraust. Þaó hefur aldrei verió farsælt veganesti. Trúir hann ekki á vor eftir vetur, velgengni eftir erfið- leika, hamingju eftir sorg o.s.frv. Lífió er fullt af hvers konar erfióleikum og þrautum og ef fólk á enga trú, hvernig ætlar þaó aó sigrast á mótlætinu? Ætlar það aó leggja upp laupana, láta undan síga ef á móti blæs? Ekki sér það fýrir um framtíóina. Ekki getur þaó breytt neinu í fortíóinni, þaö hef- ur þegar átt sérstaó. Vió veróum aó lifa í nú- inu, láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Treysta Guói og leita til hans í heitri bæn. Eg held því hiklaust fram að enginn mað- ur geti lifað án trúar, enginn fer lífsins þrautagöngu án trúar. Enginn leggur af stað í ferðalag nema hann eða hún sé þess fullviss aö komast á leióarenda. Trú, von og kærleikur, sem eru óaóskiljanlegir hlutir, gefa fólki tilgang til þess aö lifa, aó halda áfram bráttunni þegar á móti blæs, hvort heldur þaó eru gjaldþrot, ástvinamissir, erf- ið veikindi, alvarlegur heilsubrestur eóa hvers kyns alvarleg áföll sem kunna aó dynja yfir. Þá er svo dýrmætt aó eiga trú, sterka trú sem elur af sér von, von um betri tíð. Von um aó sigrast á erfióleikunum, sorginni og einsemdinni. Kæri vinur, þaó getur verió að einhverjir séu guóleysingjar en þaó er engin manneskja trúlaus og getur þannig ekki veriö trúleysingi, sá hinn sami grefur sér gröf meó þannig hugsunarhætti. Láttu upphafsoróin í hugleiðingu þessari vera þér hvatning til aó efla meö þér trúna og lifa sigrandi trúarlífi. Sannleikurinn veró- ur ekki flúinn. Sálfræóingar og sálsýkisfræóingar hafa komist aó raun um aó bæn og staóföst trú útskúfi áhyggjum, kvíóa, hugstríói og skelf- ingu, sem eru orsök meira en helming allra okkar sjúkdóma. „Biðstu fyrir! Besta lækn- ing vió áhyggjum er vitanlega trúartraust," sagði heimspekiprófessor við Harvard há- skólann, William James. Hann hefur oft verið nefndur faóir „hagnýtrar sálarfræói". Hann sagði einnig: „Trúin færir fólki andleg verómæti. Hún veitir nýja lífsnautn. Fyllra líf, æóra, auóugra og ánægjulegra líf. Hún veitir traust, von og kjark — útskúfar hug- stríói, kvíóa, skelfingu og áhyggjum. Hún gefur lífinu tilgang — og markmió. Hún ger- ir mig hamingjusamari og heilbrigóari. Hún hjálpar mér aó skapa mér friðsæla vin í fok- sandi lífsins." „Trúin er eitt þeirra afla sem halda lífinu í mönnum og skorti hana meó öllu er ógæf- an vís“ (William James). En hvernig er með bænina, er hún jafn raunveruleg og „trúrækió" fólk segir hana Ólafur Knútsson vera? Svarar Guó bænum? Af hverju er hún svona mikilvæg? Þaó eru engin einhlít svör við því og þaó er með bænina eins og svo margt annaó sem Guð hefur skapaó eóa gefió okkur að þaó er ekki á mannanna valdi aö útskýra þaó. Þaó eru enn þann dag f dag vísindamenn út um allan heim aö reyna aó útskýra og rökstyója þróunarsög- una og tilvist okkar en hafa engin svör. Hins vegar hafa sköpunarsinnar eða þeir sem aðhyllast sköpunarverk Guðs náó lengra í þeim efnum. Þó má segja aó sálfræóingar, læknar og vísindamenn á andlegu sviói hafi komist að raun um að bænin er hagnýt að því leyti að hún fullnægir þremur helstu sálfræóilegu þörfum allra manna, hvort sem þeir trúa á Guð eöa ekki. Jesús Kristur baðst fyrir. Hann vissi um mátt bænarinnar og baóst mikió fýrir. Hann er lærimeistari okkar og fyrir- mynd. Hann veit hvaöa máttur felst í bæn- inni. Hún er akkeri lífs okkar og sálarfróun. í Sálmi 145:18 stendur: „Drottinn er nálæg- uröllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni." Og í Sálmi 6:10 má lesa eftrfarandi: „Drottinn hefir heyrt grátbeióni mína, Drottinn tekur á móti bæn minni.“ Lesandi góóur, Guó svarar bænum sama hverjar þær eru. Þaó veróur kannski ekki á þann hátt sem þú býst við eóa á þeim tíma sem þú vildir helst að þaó yrði. En hann svarar þér til heilla og gæfu, þaó hef ég reynt af eigin raun og einnig hlustaö á stór- kostlega vitnisburói þar aó lútandi. Þaó eina sem þú þarft aó gera er aó knýja á og gefast aldrei upp! 1) I fýrsta lagi þá hjálpar bænin okkur til þess aó koma nákvæmlega orðum aó 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.