Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 38

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 38
Ekki er dagskráin öll bibiíusögur? Nei, því fer fjarri. Dagskráin er mjög fjöl- breytt. I fyrsta lagi má nefna barnadagskrá sem er bæði leikin með þátttöku trúðs og teiknimyndir af ýmsu tagi. Börn fylgjast vel með og þessir þættir eru vinsælir. Tveir starfsmenn eru í fullu starfi við að svara bréfum frá börnum sem eru aó spyrja um trúna og kristindóminn. Síóan er unglinga- dagskrá meó mikilli tónlist. Dagskrá fyrir börn og unglinga er mjög mikilvæg því 50% íbúanna á þessu svæði eru undir 18 ára aldri. Fyrir fulloróna erum við meó frétta- þætti, kvikmyndir og e.k. sápuóperur þar sem sögó er saga fjölskyldna sem lenda í margvíslegum vanda — og það er glímt við hann út frá kristnum gildum — mjög vin- sælt efni. Síðan er þaó biblíudagskráin, les- in og leikin, og ýmiss konar fræðsluþættir og vitnisburóir. Við viljum boða fagnaðar- erindið og vera talsmenn friðar og sátta á þessu svæói — í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Vió höfum séó mikió gerast í því efni meóal hinna kristnu og vonum að það smitist yfir á sem flesta. Hver eru helstu áhersluatriði í stefnumörkun ykkar? Vió erum rödd hinna kristnu á svæðinu, vitnisburður þeirra og viljum benda ájesú. Vió höldum á lofti kristnum gildum og vilj- um byggja upp samfélögin á jákvæóum nótum. Hluti af dagskránni tekur mió af því aó fræða fólk og bæta líf þess. Við höfum manninn allan í huga og þarfir hans. Vió bendum á kærleika Cuðs í Jesú Kristi. Margt fólk sem býr á þessu svæói hefur heyrt um Jesú og vill gjarnan vita meira um hann. Vió höfum einnig þá stefnu að fjalla ekki um önnur trúarbrögð eóa tala nei- kvætt um aðra. Vitið pið hve margir horfa á dagsrkána? Við reiknum með aó þaó séu um átta milljónir. Oháóur aóili gerói könnun í Alsír og samkvæmt henni horfir ein og hálf millj- ón á dagsrkána þar. Kristió fólk er mjög fá- mennt í landinu og því nær dagskráin út fýr- ir þann hóp. Dagskránni er beint að Noróur- Afríku og Mið-Austurlöndum en næst um alla Evrópu. Ef þið vitió um arabískutalandi fólk hér meó gervihnött getum við gefið ykk- ur upp stillingar til að ná sendingunum. Þess má geta aó um 400 þúsund Arabar búa á Norðurlöndum, felstir í Svíþjóó. Þar eru margir sem horfa á dagskrána. Hvernig /ylgið piö pessu starfi eftir? Vió erum í samstarfi við aðila á nokkrum stöðum á svæðinu og auk þess í nokkrum borgum í Evrópu, t.d. Frakklandi, Belgíu, Bretlandi og Svíþjóð. Fólk getur hringt inn og rætt vió þá sem þar eru. Sumir hafa samband með tölvupósti en tölvueign er fremur lítil. Enn aðrir skrifa okkur bréf. Vió fáum mest vióbrögð frá Alsír, Egyptalandi, Marokkó, Jórdaníu og Sýrlandi. Vió gerum okkur einnig Ijóst að fyrir fólk í sumum löndum eins og Sádi-Arabíu getur verið áhætta aó hafa samband vió okkur. Hvað er svo framundan ístarfi SAT7? Við viljum geta komið hinum kristnu í Tyrklandi og fran til hjálpar meó dagskrá á þeirra móðurmáli. Markmióið er hið sama: Að vera stuðningur vió þá hópa kristinna manna sem eru í þessum löndum. Þá höf- um við í huga hvaða lönd þaó eru þar sem kristió fólk er einna fæst. En hvað með kostnaðinn? Hann er um átta milljónir dollara á ári. Ef vió miðum við átta milljónir áhorfenda kost- ar aðeins einn dollara aó senda út fyrir hvern áhorfanda á ári. Það getur ekki talist dýrt. I rauninni nota kristniboóshreyfingar og kirkj- ur hlutfallslega mjög lítinn hluta af fjármagni sínu til kristinnar boóunar á þessu svæói. Hvað geta pau gert sem óska að styrkja petta starf? Fyrir ykkur er einfaldast að hafa sam- band vió Kristniboóssambandið sem hefur byrjað smátt og vió trúum því aó þið Is- lendingar eigið eftir aó koma öflugri inn í þetta starf. A samkomunni minnti ég á frá- söguna íjóhannesarguóspjalli, 6. kafla, um þaö er Jesús mettaói mannfjöldann. Þar kom ungur drengur meó þaó litla sem hann átti, fimm byggbrauð ogtvo smáfiska. Eng- inn trúói því aó það breytti neinu fýrr en Jesús tók það og blessaói. Þetta höfum við séð gerast meó SAT7. Margir hafa komið með sitt og Guó hefur ávaxtaó það og blessað. SAT7 er tæki sem Guó gefur okkur til aó koma blessun hans áfram til annarra og til aó styrkja og efla systkini okkar í trúnni. Þar með Ijúkum við samtalinu. Kurt er góóur talsmaður þessa verkefnis. Eftir að hafa kynnst þessu nánar er ekki vafi aó hér er vel að verki staóið, vandað til framleiðsl- unnar, hún unnin á menningarlegum for- sendum áhorfenda og umfram allt: Hér er öflugt tæki sem Guð hefur gefió ríki sínu til eflingar á svæði þar sem kristnin hefur átt f vök aó verjast. Lesendur eru því hvattir til aó biðja fyrir SAT7, starfsfólki stöðvarinn- ar, dagskránni og áhorfendum. 38

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.