Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 29
því sem amar aó okkur — við getum betur skilgreint vandamálió. 2) I öóru lagi veitir bænin okkur þá til- finningu, að vió berum ekki byróar okkar ein — séum ekki einmana. Fæst okkar erum svo sterk aó vió getum ein og óstudd borió okkar þyngstu byrð- ar, okkar sárustu vandkvæði. 3) I þriója lagi fær bænin okkur til aó aó- hafast eitthvaó. Hún er fyrsta skrefið til athafnar. „Oró eru til alls fýrst.“ „Bænin er aflmesta tegund orku sem hægt er aó framleióa. Hún er eins raunveru- legur kraftur og aódráttarafl jarðar.“ Þetta eru oró annars mikilsvirts manns á andlegu sviói, dr. Alexis Carrel. Hann var læknir, vís- indamaóur og nóbelsverólaunahafi. Enn- fremur sagói hann: „í hvert skipti sem vió snúum okkur til Guðs í heitri bæn, veróum við aó betri manni. Engin karl né kona get- ur beðist fýrir eitt andartak, án þess aó eitt- hvað gott hljótist af.“ Sérfræðingar á sviói persónuþroska, s.s. sálfræðingar, læknar, prestar, félagsfræð- ingar o.s.frv. vita þaó aó til þess að vera far- sæll í vióskiptum eóa hverju öóru starfi er nauósynlegt að búa yfir heilum og vel skipulögóum persónuleika. Mönnum mis- tekst ekki aóeins fyrir leti eóa skort á hæfni, heldur liggja dýpri rætur aó mistökunum í hinum andlegu viðbrögóum og tilfinninga- legu vióhorfum. Dale Carnegie, einn mesti fræðimaóur síóustu aldar á sviói mannlegra samskipta og ræðumennsku, sagói: „Það er ekki þaó sem þú átt eóa hver þú ert eóa hvaða at- vinnu þú stundar sem gerir gæfumuninn, heldur þaó hvernig þú tekur því. Tökum til dæmis tvo einstaklinga sem búa á sama stað, hafa svipaóar tekjur og njóta svipaós álits. Samt gæti annar verið vansæll en hinn hamingjusamur. Hvers vegna? Ástæðunnar er aó leita í mismun á huglægu lífsvióhorfi." Líf okkar mótast af lífsvióhorfum okkar! Þaó er stundum sagt aó vió séum þaó sem vió borðum. Ég held því fram aó vió séum þaó sem vió hugsum. Þaó skiptir miklu máli aó hugsun okkar sé byggð á trú, von og bjartsýni. Aó vió temjum okkur jákvæð við- horf til lífsins og tilverunnar, jafnvel þegar illa gengur. „Hafið sama huga og Jesús Kristur," stendur í hinn helgu bók. ÍTÍtus 1: 15 (Lifandi Oró) stendur: „Sá sem hefur hreint hjarta sér hió bjarta og góða vió alla hluti en sá vantrúaói sér engan mun góós og ills. Hugarfar hans og samviska er flekkað, eins og hann sjálfur, og mótar allt sem hann sér og heyrir.“ (Þörfin á aó lifa heilshugar kristnu lífi). Hvernig er t.d. viðhorf þitt til maka þi'ns, séróu bara neikvæóu hliðarnará honum og lætur þær íþyngja þér? Ef maki þinn er ekki besti vinur þinn, þá er líklegt aó einhver gjá sé á milli ykkar og þessa gjá þarf að brúa sem allra, allra fýrst til þess að þió megið eiga náió og gott samband sem er byggt á trausti og trú. Gríski heimspekingurinn Epictetos hélt því fram að þaó væri mikilvægara að losa sig vió rangar hugsanir en losa líkamann vió kýli og kaun. (Hann var þræll framan af ævi og var rekinn í útlegó frá Róm árió 90. Síð- ar settist hann að í Epýros. Hann aðhylltist „stóuspeki“ og stuðlaói aó útbreiðslu hennar. Lögó var megináhersla á að menn tækju því sem aó höndum bæri með æóru- leysi en tækju jafnframt ábyrgó á eigin gjörðum). Kæri vinur! Treystu Guói og horfóu á björtu hlióar lífsins, að launum muntu hljóta hamingju og heilsu. Við lútum lög- máli Guós og uppskerum eins og vió sáum. Eins og segir í Oróskv. 1 6:3: „Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum fram- gengt veróa." Og í Biblíunni, nánar tiltekió 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.