Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 15
þau að þetta væri allt of dýrt, að KFUM og K hefðu ekki bolmagn í að fara út í slíkarfram- kvæmdir og aó leikskólinn myndi aldrei ná aó standa undir sér fjárhagslega. En með þrjóskunni reiknuóum vió okkur niður í það aó vió hefóum efni á þessu. Vetuinn 1999-2000 var svo endanlega tekin ákvörðun um að nýr leikskóli yrði byggður og þá var skipuó byggingarnefnd sem í voru Arnmundur Kr. Jónasson, Omar Kristjánsson og María Aóalsteinsdóttir. Akveóið var að byggja tveggja deilda leik- skóla sem möguleiki væri á að stækka og bæta vió þrióju deildinni. Albína Thordarson var fengin til að teikna húsið og gekk allt samstarf við hana mjög vel. Hún var lagin við að koma málunum í góðan farveg þannig að það varð aldrei nein hindrum eftir að hafist var handa. Hvencsr hófust byggingaframkvœmdir? Fyrsta skóflustungan vartekin 9. septem- ber 2001. Leikskólabyggingin er samsett úr þremur einingahúsum með tengibyggingu á milli. Þaó var búið aó steypa grunninn og húsin komin á staðinn 23. janúar 2002. Þá átti eftir að byggja tengibygginguna en hús- in sjálfvoru aö mestu leyti tilbúin aó innan. ■ ■■ogsvo var flutt inn. Við notuðum páskana í að flytja og byrjuð- um aó starfa í húsinu 2. apríl. A þeim tíma höfðu nokkuð margir krakkanna lagst í hlaupabólu. Fyrstu dagana voru því færri börn en ella og höfðum við því tækifæri til aó koma okkurvel fýrir. En pað erýmislegt eftir? Þriðju deildinni veróur bætt við í júlí og stefnt er að því að hefja starfsemi á þeirri deild í lok ágúst. Þaó var vitaó strax frá upphafi að mun hagkvæmara er aó reka þriggja deiida leikskóla. Til að byrja með var ekki séð fram á aó hægt væri að fjár- magna byggingu þriðju deildarinnar en svo breyttust forsendur þannig aó nú geta einkareknir leikskólar sótt um lán til íbúð- arlánasjóós og þá var ákveðió aó drífa í aó byggja þriðju deildina, nóg er af börnum og við höfum hingað til ekki verið í vandræö- um með að fá starfsfólk. Það var því ekki annað inni í myndinni en að drífa í þessu, klára dæmið og gera þetta með sóma og reisn þannig að við getum verið stolt af þessum framkvæmdum. Lóðin er búin að vera ófrágengin síóan við fluttum og krakkarnir leika sér úti í einskon- ar búri hérna skammt frá húsinu. Einnig höfum við verið dugleg aó nýta okkur þá möguleika sem þessi frábæra staðsetning býóur upp á. Húsdýra- og fjölskyldugarður- inn er t.d mikið notaður þessa dagana. Það er aðdáunarvert hvaó börnin, starfsfólk og foreldrar hafa sætt sig vió. Þetta myndi aldrei ganga nema af því vió höfum alveg sérstakan foreldrahóp, hér eru allir sam- taka í að láta hlutina ganga upp. Reynt verður að klára sem mest af lóðinni íjúlí en þaó má búast við einhverjum breyt- ingum á jarðveginum og það er því skynsam- legast aó bíða og sjá hvernig jaróvegurinn kemur til með aó haga sér áður en leiktæki veróa sett nióur. Okkur finnst það að mörgu leyti hafa verið kostur aö kynnast umhverfi leikskólans ókláruðu til þess að átta okkur á hvernig vió viljum hafa lóóina. Þaó hafa því oróió þó nokkrar breytingarfrá upphaflegum hugmyndum um lóóina, við höfum komió auga á ýmsa ókosti sem hægt var aó laga þar sem ekki var búið að fullgera lóðina. Leikskólinn er á lóó KFUM ogKFUK vió Holtaveg, vió hlióina á aóalstöóvum félagsins. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.