Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 11
Gyóingar á bæn vió grátmúrinn í Jerúsalem. hvílir því á fleirum en Arafat og má þar nefna Sharon og Bandaríkjamenn og fleiri sem hafa haft áhrif þarna og ekki alltaf haldió rétt á spöóunum. Menn tala sitt á hvaó um stríósglæpamenn og hryðjuverka- menn, aó Sharon sé stríósglæpamaóur og Arafat hryðjuverkamaóur. Eg veit ekki hvort er betra og vió komumst ekkert með upp- hrópunum af þessu tagi. Arafat er leiðtogi Palestínumanna og meóan hann er þaó veróur aó tala við hann. Okkar hlutverk ætti að vera það aó skapa vióræóugrundvöll og traust á milli manna þó þaó sé erfitt að ímynda sér aó það sé hægt milli þeirra sem núna halda um stjórnvölinn í ísrael og Palestínu. En ég vil líka minna á þaó aó ástandió sem þarna hefur ríkt er búió aó ala af sér fjölda af öfgamönnum og ör- væntingarfullu fólki sem telur sig ekki hafa önnur ráó en aó grípa til hryllilegra örþrifa- táóa, því miður. Hefur paö einhverja merkingu aö tala um aö Cyðingar séu Cuðs útvalda pjóö ípeim aðstceð- um sem eru ríkjandi í Israel? Ritningin talar mikió um Israel sem út- valda þjóó Guós. Þetta er sú þjóó sem Guó valdi til aó vera farvegurfýrir blessun Guós til tnannanna og af henni fæddist Jesús Kristur frelsari mannanna. Guó hefur haldið þessari þjóó saman og hún hefur sérstöóu í samfé- lagi þjóóanna. En það má líka minna á aó samkvæmt ritningunni lifum vió sem trúum á Jesú Krist í nýjum sáttmála. Nýja testa- mentió talar í því sambandi um nýja útvaln- lngu og nýja þjóó Guðs og þar erum vió marg oft minnt á að þaó er aóeins fyrir Jesú Krist sem menn frelsast. Gyóinga þurfa líka á Jesú Kristi aó halda sem frelsara. Ég held hins vegar aó sagan hafi sýnt aó Guó er með þessari þjóó og hann hefur safnaó henni saman á ný á þessum staó. En það gefur henni þó ekki rétt til aó beita valdi og órétti til að leggja undir sig stór landsvæói og slíkt er alls ekki í anda Krists. Kristur vill aó vió leysum vandamál okkar öðru vi'si, meó gagn- kvæmri virðingu og á friðsamlegan hátt. Þaó verður ekki horft framhjá því aó þegar Isra- elsríki var stofnaó fór fjöldi fólks í útlegð sem flóttamenn. Þarna búa milljónir Palestínu- manna og einhvern veginn veróur aó leysa þaó vandamál og þar hljótum við aó láta stjórnast af kærleika Krists. Við tökum ekki útvalninguna frá Gyðingum en megum minnast þess um leió aó vió erum jafnframt útvalin í Kristi. Þeir voru farvegur blessunar- innar en um leió hafa þeir hafnað Kristi. Hvað Guó hefur í huga meó þessa þjóó er okkur hulió aó miklu leyti. Þaó er hins vegar mjög hæpið að taka ákveóna ritningarstaói og túlka þá þannig aó einni þjóó sé heimilt að beita ofbeldi og grimmd vegna þess aó hún sé útvalin. Það rímar ekki vió boðskap Krists sem sinnti þeim sem minna máttu sín og gangrýndi leiótoga Gyóinga oft harka- lega. Þaó leysir ekki vandann að hamra bara á því aó ísraelsmenn séu útvalin þjóó Guós sem vegna sögu sinnar geti vaðið yfir ná- granna sína með svo miklu offorsi eins og nú virðist raunin. Hvaða augum getur kristið fólk litið á ástandið og stöðu Cyðinga og Palestínumanna fýrir botni Miðjarðarhafs? Ég held aó kristió fólk hljóti aó biðja þess og reyna aó vinna aó því aó þarna komist á frióur og aó fólk sýni hvert öóru virðingu og virói rétt hvers annars. Vió leysum engin vandamál efvió ætlum bara að beita hörku og ofbeldi og þaó gildir auóvitaó um báða aóila. Þetta getum við séó á svo mörgum öórum svióum í lífinu. Kristinn maóur sem er sannfæróur um aó hann standi fýrir réttu sjónarmiói hlýtur aó setja þaó fram í kær- leika og reyna að hafa áhrif þannig en ekki beita valdi. Kristió fólk þarf að biðja mikið og biðja Guó um aó vera bæói meó Gyó- ingum og Palestínumönnum og skapa sátt og frið. Þaó gleymist oft aó stór hópur Palestínumanna var kristinn og margt af því fólki hefur flúió vegna ástandsins. Þeir sem eru þarna enn líóa jafnvel tvöfalt því þeir geta hvorki leitað skjóls hjá múslimum né Gyðingum. Þeir eiga því mjög erfitt. Þetta eru trúsystkin sem vió megum ekki gleyma í þessum átökum. Vió sem köllum okkur kristin megum ekki nota þaó sem þarna er að gerast til aó ganga fram meó herskáan boðskap og skipta jafnvel fólki í hópa, lýsa yfir blessun eða bölvun og fordæma hverjir aóra. Við eigum aó ganga fram í anda Krists, sem hlýtur aó vera andi umburðar- lyndis og kærleika, um leió og vió viljum minna á oró Guðs og það sem þar stendur. Við megum ekki slíta ritningarstaói úr sam- hengi heldur veróum vió skoóa þaó sem Gamla testamentió segir í Ijósi þess Nýja. Við hljótum fýrst og fremst að hafa Jesú Kristað leióarljósi þegar við túlkum ritning- arnar og reynum að átta okkur á því sem er aó gerast fýrir botni Miðjarðarhafs. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.