Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 37

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 37
í arabaheiminum k koma á fót kristilegri sjónvarpsstöð fyrir arabaheiminn -r- stöð hinna kristnu sem byggói á forsendum, hugsunarhætti og menningarheimi Araba. Það hefur vœntanlega ekki verið einfalt mál? Nei, langt í frá. í fýrsta lagi hefur ekki verið blómstrandi kærleikur milli hinna ýmsu kirkjudeilda á þessu svæði. Þarna eru bæði gamlar sögulegar kirkjur eins og rétttrúnaðar- kirkjan, koptíska kirkjan og sú kaþólska — og svo ýmsar mótmælenda kirkjur með mismun- andi áherslu á sakramentin. Hinir kristnu eru minnihlutahópur í þessum löndum og því mikilvægt að sameinast um það sem getur orðið þeim til hjálpar og trúarstyrkingar. í raun er þetta kraftaverk hvernig fólk hefur lagt saman krafta sína í þessu starfi. Sumir höfðu haldið að þetta væri með öllu óframkvæman- legt. Margir kristnir Arabar styðja stöðina með fjárframlagi. Stjórn starfsins sam- anstendur af fólki sem býr á þessu svæói og starfsfólk í framleiðslu erflest kristnir Arabar. Um 35 kristniboðshreyfingar og kirkjur standa að baki starfinu og senda fjárframlög til rekstursins eóa ákveóins sjónvarpsefnis. bar er einnig mikil breidd í hinni kristnu flóru. Helsti stuðningurinn kemur frá hreyfingum á Noróurlöndum. Hvernig fór þetta afstað og hvernig hefur þróun- in verið? I upphafi var sent út tvo tíma á sólar- hring. Smám saman hefur þetta vaxið og nú sendum við út 12 tíma á dag. Upptökur eru geróar í stúdíóum í Beirút í Líbanon og Karíó í Egyptalandi þar sem nýtt stúdíó var tekió í notkun í upphafi þessa árs. Það er mjög mikilvægt. Mállýskan sem töluð er í Karíó skilst mjög víða og þar er margt hæfi- leikaríkt fólk sem nýtist í framleióslu sjón- varpsefnisins. Karíó hefur verió kölluó Hollywood Mið-Austurlanda. Þetta er næst stærsta borg heims meó 20 milljónir íbúa. Margir halda að ndnast engir se'u kristnir íþess- um löndum, er það rétt? Aóur fyrr stóð kristindómurinn sterkum fótum í Norður-Afríku og Mið-Austurlönd- um. Þetta svæói er vagga kristinnar trúar. En margt hefur breyst. Ef við lítum aðeins 100 ár aftur í tímann voru um 20% á þessu svæði kristin. í dag eru þaó aðeins um 4,6%. Margt kristið fólk hefur flust frá svæðinu á liðinni öld, um 80% þeirra sem flytjast burt eru kristin. Hvergi í heiminum eru kristið fólk eins mikill minnihlutahópur. Með SAT7 reynum við að styója vió bakið á þessum hópi og hvetjum fólk til að vera áfram á sínum heimaslóðum. En eru ekki aðeins fáir útvaldir sem eiga sjónvarþ á svceðinu? Nei, þvert á móti. Okkur hér í Evrópu hættir til að hugsa sem svo að þaó séu eink- um Vesturlandaþjóðir sem noti mikinn tíma í afþreyingarefni. En meðal Araba er sjónvarpsgláp mjög mikið, um 90% eiga sjónvarp, og á þessu svæði er sjónvarpsá- horf meira en t.d. á Bretlandi. Kaup á við- tæki er forgangsatriði fram yfir margt ann- að. Þar vió bætist að ólæsi á svæóinu er mikið. Margir kunna ekki aó lesa, í sumum löndum yfir 50%, en þá er ekkert vandamál að hlusta á sjónvarp og fýlgjast með því sem þar fer fram. 66% af efni okkar er fram- leitt á svæðinu, annað er talsett nema um 2% sem er textað. Hitt allt er töluð arab- íska. Mennig Araba byggir mikið á munn- legri hefó og frásagnarlist sem er lykilatriði í okkar framsetningu. Sum biblíufélög, bæði hið danska og sænska styója við fram- leiðslu á þáttum þar sem frásögur Biblíunn- ar eru leiknar eða lesnar með myndum. Þannig kemst boóskapurinn til skila og þekking fólks á Biblíunni vex. 37

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.