Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 39

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 39
t Benedikt Arnkelsson látinn skrifaói fjölda greina, tók viðtöl, þýddi efni í blaóið og las prófarkir af einstakri nákvæmni. I öllum verkum sínum fyrir Bjarma sýndi Benedikt einstæóa trúfesti og samviskusemi og ætíó þegar málefni blaósins bar á góma var augljóst að hann bar hag þess mjög fýrir brjósti. Því var ætíð gott aó leita ráða og liósinnis hjá honum. Hér veróa störf Benedikts ekki rakin til hlítar, enda yrói þaó langt mál, en það var kristilegu hreyfingunum mikil blessun aó njóta starfskrafta hans, hæfileika og náóargjafa. Hér er hans sérstaklega minnst með viróingu og þökk fyrir öll hans störf í þágu Bjarma. Þau eru ómetanleg og skarð hans veróur vandfyllt. Guó blessi minningu Benedikts Arnkels- sonar og styrki og huggi ástvini hans. GJG Um það leyti sem þetta tölublaó Bjarma var aó fara í prentun barst sú harmafregn aó Benedikt Arnkelsson guófræðingur hefði látist 20. júlí sl. eftir nokkurra vikna glímu við þann sjúkdóm sem leiddi hann til dauða. Benedikt var starfsmaður Kristniboðssambandsins um áratuga skeió og tók alla tíó virkan þátt í starfinu í kristilegu leikmanna- hreyfingunum af einstæðum fúsleika. Hann var óþreytandi aó koma á fundi í hreyfingunum og víðar og segja frá kristniboðinu og boða fagnaóarerindió um Jesú Krist og mörg sumur lagói hann starfinu í sumarbúóum KFUM og KFUK lið. Það er lýsandi fýrir fúsleika hans og umhyggju fýrir starfinu aó eftir aó hann komst á eftirlaun hélt hann áfram að vinna fyrir Kristniboóssambandið sem sjálfboóaliói. Benedikt kom að útgáfu Bjarma með margvíslegum hætti um langt árabil. Hann átti sæti í ritnefnd blaðsins í áratugi, KÍNA Lögregla handtekur 47 kristna menn á bænasamkomu Samkvæmt AP fréttastofunni og Yahoo! fréttaþjónustunni um- kringdu fýrir nokkru 70 kínverskir lögregluþjónar byggingu þar sem kristnir menn höfðu safnast saman á bænasamkomu í þorpi rétt noróan vió Peking. Þeir þustu inn og handtóku 47 manns. Biblíurnar þeirra voru gerðar upptækar og þeim var jafnvel neitaó um að fá vatn að drekka eftir aó hafa verió settir í varðhald. Þetta mun hafa gerst sama dag ogjiang Zemin sagói á sameiginlegum fréttamannafundi meó Bush Bandaríkjaforseta, sem var þá í heim- sókn í Kína, að kínverska þjóóin byggi við trúfrelsi. Samkvæmt Upplýsingamiðstöó mannréttinda og lýðræóis var flest- um þessara 47 sleppt síóar en 15 voru enn í varóhaldi. Kínversk stjórnvöld hafa verió í herferð gegn ólöglegum trúarhópum, sum- um kristnum, en flestum í tengslum vió búddisma og bardagalistir. Vatikanió hefur haldið því fram aó 53 biskupar og prestar séu í varðhaldi í Kína eóa þeim haldió undir ströngu eftirliti og bannað aó biójast fýrir. Félagar í Falun Gong samtökunum, sem er sértrú- arflokkur og var bannaóur 1999, hafa einnig verió handteknir. í heimsókn sinni til Kína hvatti Bush kínversk stjórnvöld til aó auka trúfrelsi í landinu. KANADA Áhyggjijr af tjáningarfrelsi Forseti samtakanna Focus on the family (Fjölskyldan í brennidepli) í Kanada, Darrel Reid, sagði við opinberar yfirheyrslur þar sem ver- ió var aó rannsaka stöðu fjölmiðla í Kanada, að kristið fólk ætti að mótmæla þeim ákvöróunum sem Kanadíska sjón- varpsráðið, CBSC, hefói tekið, ellegar eiga á hættu aó missa tjáningarfrelsið. Þetta kom fram í Christian Week of Canada. Kvörtun kom frá hlustanda sem hafði hlustaó á þáttinn Focus on the family á útvarpsstöó í Alberta. Þátt- urinn hét: „Samkynhneigó, staðreyndir og uppspuni.“ Reid sagói aó CBSC hefði hegóað sér eins og „dómari, kviódómur og aftökusveit" þegar þaó hefói skipaó útvarpsstöóinni aó biójast afsökunar í beinni útsendingu. Astæðan var aó þátturinn hefði „komió á framfæri undirförulum, svívirðilegum og niðurlægjandi ummælum um kynferóislega afstöðu". Reid lauk máli sínu á því að segja aó „ef eitthvað verói ekki að gert“ gæti Kanada „misst rétt sinn til tjáningarfrelsis - sérstaklega trúarlegs frelsis - en einnig á öllum öórum sviðum.“ um; VÍðcl' i verold

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.