Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 12
Ágri p af sögu Palestínu Kjartan Jónsson Síonismi varó til í lok 19. aldar. Mark- mió hans var aó gera Gyóingum kleift aó flytjast til Palestínu meö því að kaupa land af íbúunum. Straumur þeirra til lands- ins var lítill í upphafi en árió 1925 voru þeir orónir um 110 þúsund og 300 þúsund tíu árum síöar, þar af um 100 þúsund í Tel Aviv. Bretar studdu þessa stefnu í upphafi en hugmyndir um sjálfstætt ríki voru þá ekki til umræóu. Ibúar Palestínu mótmæltu þessari þróun. I lok seinni heimsstyrjaldar voru mörg hundruó þúsund Gyóingar heimilislausir og heimsbyggóin hafði vonda samvisku yfir hryllilegum örlögum Gyöinga í seinni heimsstyrjöldinni. Því var erfitt aó standa gegn kröfum þeirra um að eignast heimaland í Palestínu. Ariö 1947 samþykktu Sameinuðu þjóöirn- ar aó skipta Palestínu í ríki Gyóinga, Araba og hlutlaust svæði þar sem Jerúsalem var. 14. maí 1948 var ríki Gyðinga sett á stofn vió mikinn fögnuó þeirra en aó sama skapi óá- nægju Araba. Mörg hundruó þúsund Palest- ínumenn flýóu land eóa voru reknir þaóan. Bretar héldu að sér höndum og ri'ki Araba í þessum heimshluta réöust á hió nýstofnaöa ríki daginn eftir stofnun þess í þeim tilgangi að eyóa því. Þegar stríóinu lauk árió 1949 hafói land Gyðinga stækkaó um helming, Jórdanía haföi lagt undir sig vesturbakka Jórdan, EgyptarGasa og 700 þúsund Palest- ínumenn voru landflótta. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hafa íbúar þess lifaó í stöóugum ótta vió stríó og gíf- urlegum fjármunum hefur verið varið til hermála. Palestínumenn hafa reynt hvaó þeir hafa getað til aö endurheimta heima- land sitt. ísrael I sex daga stríóinu árió 1967 náðu Israels- menn hluta af Sínaískaga á sitt vald, vestur- bakka Jórdanar, gamla hluta Jerúsalem- borgar sem Jórdanir höfóu áóur lagt undir sig auk Gólanhæóa af Sýrlendingum. Nú réóu þeir yfir allri Jerúsalem. Eftir stríóió neituðu þeir aó skila þessum landsvæóum nema Sínaískaga. Frá því er Egyptar þjóðnýttu Súes-skuró- inn árió 1956 höfóu þeir hindraó siglingar Israelsmanna á Akaba-flóa á Rauóahafi. Israelsmenn skiluóu Sínaískaga gegn trygg- ingu fýrir óhindruóum siglingum þar. En Arabaríkin neituðu aó semja frió vió Israel eóa vióurkenna ríki þeirra og hryójuverk Araba færóust í aukana. Árió 1973 braust enn út stríó á milli ísra- els og nágrannaþjóóanna sem endaði með sigri ísraelsmanna. Margir komust þá aó þeirri nióurstöðu aö vandi Palestínu yröi ekki leystur á vígvellinum og í desember það árvarfýrsta friðarráóstefnan á milli ísraels- manna og Araba haldin í Genf í Sviss. Palestína Nokkrir Palestínumenn fengu ríkisborgara- rétt í nágrannalöndunum eftir stríóiö árið 1948 en flestir þeirra sem voru landflótta bjuggu enn í flóttamannabúóum árið 1960. Ollum virtist standa á sama um ör- lög þessa fólks. Bandaríkjamenn studdu Israelsríki því aó þeir þurftu á bandamönn- um aö halda í þessum heimshluta auk þess sem Gyóingar í Bandaríkjunum studdu Israelsríki fjárhagslega og beittu stjórnvöld heima fyrir þrýstingi. Þjóðir Evrópu höfóu vonda samvisku gagnvart örlögum Gyóinga í seinni heimsstyrjöldinni og studdu því ríki Israelsmanna. Árió 1964 voru PLO (Palestinian Liber- ation Organization), Frelsissamtök Palest- ínu, stofnuó til aó samhæfa aógerðir þeirra sem böróust gegn ísrael. Samtökin höfóu fyrst aösetur íjórdaníu en var vísaó úr landi árió 1970 og fluttu þá til Líbanon. Mark- mió þeirra var aó eyóa Ísraelsríki. Yassir Arafat varó leiótogi samtakanna áriö 1969. Árió 1974 vióurkenndu Sameinuóu þjóö- irnar PLO og Arabaríki litu á þau sem ríks- stjórn Palestínumanna í útlegó. Anwar Sadat, forseti Egyptalands átti frumkvæói aó frióarumleitunum á milli Araba og Isra- els og deildi frióarverólaunum Nóbels árió 1978 meó Menachim Begin, forsætisráó- herra ísraels. Jimmy Carter, forseti Banda- ríkjanna kom því meóal annars til leiðar í hinu svo kallaóa Camp David samkomulagi að skrifaó var undir aó vinna skyldi aó því aó Palestínumenn á Vesturbakka Jórdanar og á Gasa-svæóinu öðluðust sjálfstæði. Öfgamenn múslima myrtu Sadat árið 1981 áóur en þetta varó aó veruleika. Intifada Næstu tíu árin uróu engar framfarir í mál- efnum Palestínumanna. PLO herjaði á noróur Israel frá Líbanon meó eldflauga- árásum. Israelsmenn geróu þá innrás í landió árió 1 982 til aó reyna aö flæma PLO þaðan. Mörg hundruó Palestínumenn voru myrtir í flóttamannabúóum en fyrir þaó fengu Israelsmenn mikla fordæmingu frá heimsbyggóinni. Þeir Arabar sem bjuggu á Gasa-svæóinu og Vesturbakkanum lifóu enn í fátækt, flestir í niðurníddum búðum á landi sem Israelsmenn réóu yfir, Samtímis streymdu Gyöingar frá Sovétríkjunum, stundum 1.000 á dag, sem gerói þaó að verkum aó Israelmenn uröu aó byggja húsnæói fyrir þaó fólk. Byrjaó var aó gera þaó á land- svæóum sem unnin höfóu verió eftir 1967, en Palestínumenn vonuóust eftir aó endur- heimta þaó land og þaó átti að vera hluti af ríki þeirra. Margir ísraelsmenn litu svo á að þeir hefóu ekki hertekió þetta land heldur aóeins endurheimt þaó og því væru þessar aógeróir fyllilega réttmætar. I desember 1987 brutust óeirðir út á meóal Palestínumanna í Gasa og á vestur- bakkanum. Þetta var intifada, uppreisn fá- tæks almúgafólks sem hafói engu aó tapa. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.