Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 35

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 35
Trú og von Það var á ráðstefnu um hatrið og eðli þess sem Vaclav Havel, skáld og þjóó- arleiðtogi sagði eitthvað á þessa leió: Eg er ekki bjartsýnismaður, vegna þess aö ég veit ekki hvort allt fer vel. Eg er ekki held- ur svartsýnismaður, vegna þess aó ég veit ekki hvort þetta fer allt illa. Eg get aðeins vonað. Vonin er óháð ástandinu. Vonin hefur ekkert að gera með ytri aðstæóur. Annaó hvort vonar maður eða ekki. Eg þakka Cuði fýrir þessa gjöf. Þetta er ekki fjarri lýsingu Páls Postula á trúmanninum Abraham. Páll segir í Róm- verjabréfinu: Abraham trúði meö von, gegn von. - Eða með öðrum oróum: Þegar öll von var úti, hélt Abraham í vonina. Stundum er kristin trú boóuð sem patentlausn á öllum mannlegum vanda. Þannig verður vonin grundvölluó á glans- myndum. En Biblían er ekki glansmynda- bók. Hún er næstum óþægilega raunsæ á aóstæður mannsins í þessum óskiljanlega heimi Guós sem er fullur af þessum þver- stæðum, fegurð og kærleika, - Ijótleika og hatri. - Vér vitum aó öll sköpunin stynur og bíóur, segir Páll postuli á einum stað og vér vitum ekki hvers vér eigum að biðja. Með von, - gegn von. í Biblíunni skín Ijós vonarinnar skærast í Ijóóum þeirra sem eru í vonlausri aðstöðu. Það má taka Jeremía sem dæmi. Hann sat í fangelsi, sviptur öllu, þekkti sult, einangrun, beiskju og háó og hafði verið sviptur ærunni: „Eg er maóurinn, sem eymd hefi reynt." Og um Guð segir hann: „Þótt ég hrópi og kalli hnekkir hann bæn minni. Hann gyrti fyrir vegu mína meó höggnum steinum." - Samt segir Jeremía nokkru síðar: „Þetta vil ég hugfesta, þess vegna vil ég vona: Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni mikil er trúfesti þín. Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín, þess vegna vil ég vona á hann.“ Trú, meó von - gegn von Þegar ég var ungur maóur og bjartsýnn byggói ég von mína á glansmyndum; sum- ar höfóu mér verió fengnar í kristilegum hetjusögum, aðrar bjó ég til sjálfur. Síðar lærói ég að fletta Biblíunni, þessari mynda- bók Guðs, meö nýjum hætti og sá þá myndir af venjulegu, stríðandi fólki, þar sem skiptust á skin og skúrir, von og von- leysi. Eg sá þar fólk í dýpstu örvæntingu sem hélt í von og trú þrátt fyrir sársaukann og andstreymió. Og mér fannst ég sjá þar myndir af sjálfum mér við ýmsar aóstæður, bæði í gleói og sorg. Og mér lærðist aó kristin trú er fýrst og fremst trú vonarinnar, - þeirrar vonar sem er óháð aðstæðum hverju sinni. Og ég sá þar myndir af Jesú Kristi. Það voru ekki glansmyndir heldur myndir úr raunveruleikanum, hann kom með von inn í vonlausar aóstæóur, vitjaði þeirra sem aðrir settu til hliðar, sýndi þeim elsku sem aórir hötuóu, var tekinn af lífi og sigraði dauðann. Þessi sundurleita myndabók Guós birti mér, þrátt fýrir allar þverstæðurnar, grund- völl þeirrar vonar sem er óháð aðstæðum og birtist skýrast í persónu Jesú Krists. Guð lífsins og kærleikans. Saga mannsins birtir mér líka fjölmargar myndir af fólki sem vakti og viðhélt von og trú hinna vonlausu með því að ganga til fundar við þá, upp- örva, gera gott, deila kjörum, meó óeigin- gjörnum kærleika sem nærðurerafkærleika Krists, f trú sem starfar meó von - gegn von, í vongleói mitt í vonleysinu. Glansmyndir mást með tímanum. Ég er hættur að hafa gaman af þeim. Raunveruleikinn, meó Ijósi og skuggum stendur mér nær. „Sem tómur skuggi gengur maóurinn, gjörir háreysi um hégóman einan, hann safnar í hrúgur, en veit eigi hver þær hlýtur. Hvers vona ég þá Drottinn? Von mín er öll á þér" (Sálm. 39. 7-8). Guó, ég þakka þér fýrir gjöf vonarinnar. (Á kyrrðarstund í Hallgrímskirkju 17. janúar 2002.) Sigurður Pdlsson er sóknarprestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.