Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 7
miAIÍIT— V 1. HEFTI 32. ÁRGANGUR JÚNÍ 1982 HAFRÉTTARRÁÐSTEFNAN Á fundi hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York 30. apríl s.l. voru samþykkt drög að nýjum hafréttarsáttmála. Er þess að vænta, að loka- fundur ráðstefnunnar verði haldinn í desember í Caracas og að þá liggi frammi til endanlegrar samþykktar og undirritunar texti hins nýja sáttmála. Fram til þess tíma verður án efa reynt að ná samkomulagi, sem allir geta við unað. Hafréttarráðstefnan var sett 1973 og hefur staðið síðan, að meðaltali hefur ver- ið þingað rúmlega 9 vikur á ári. Því miður hefur minna verið sagt frá ráð- stefnu þessari hér í tímaritinu en hefði átt að vera. Aðalatriðið fyrir okkur Sslendinga er, að á þeim tíma, sem ráðstefnan hefur staðið og undirbúnings- fundir, áður en hún var sett, á alls um 15 árum, hefur orðið gerbreyting á þjóð- réttarreglum um efnahagslögsögu strandríkja. Skipta veiðar útlendinga innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu okkar nú litlu máli, og raunar engu máli, ef fyrra ástand er haft til viðmiðunar. Öruggt má telja, að þessu verður ekki breytt hér eftir, enda er gert ráð fyrir fullnægjandi reglum að þessu leyti fyrir okkur í þeim samningi, sem samþykktur var á aprílfundi hafréttarráðstefnunnar með 130 atkvæðum gegn 4, en 17 ríki sátu hjá. Sáttmálinn ber að sönnu ýmis merki málamiðlunar, og enn eiga íslendingar eftir að ganga frá álitaefnum í samskipt- um við ríki fyrir sunnan okkur, en þessi atriði ættu ekki að vaxa okkur í augum. Þjóðarétturinn er vandskýrður fyrir fræðimenn, og erfitt er að beita reglum hans, þegar stjórnmálamenn og embættismenn standa andspænis hagsmuna- árekstrum. Að þessu sinni höfum við orðið áhorfendur og raunar þátttak- endur í stökkbreytingu á mikilvægu sviði. Nú þurfum við að leggja okkar af mörkum til að treysta niðurstöðurnar og tryggja, að þær verði virtar. Þór Vilhjálmsson 1

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.