Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 20
Tryggingabætur og lífeyrir, t.d. barnalífeyrir, sem greiddur er for- eldrum vegna barna þeirra, teljast tekjur foreldra, og má því ekki færa þær á skattframtal barns, sbr. þó 2. tl. A-liðs 7. gr. 1. nr. 75/- 1981. Aðrar tekjur barns en þær, sem falla undir 1. tl. A-liðs 7. gr., skulu að vísu færðar á sérframtal barns, aðrar en arður af hlutabréf- um, en skattlagðar með tekjum foreldra, svo sem leigutekjur af lausa- fé og fasteignum, vaxtatekjur, söluhagnaður, happdrættisvinningar o.fl. Skattskylt barn nýtur frádráttar svo sem segir í 2. mgr. 65. gr. 1. nr. 75/1981 eftir því sem við á (fargjöld, útgjöld vegna móttekins risnufjár og ökutækjastyrkja, hlunnindi í fatnaði, fæði, húsnæði o.fl., sjómanna- og fiskimannafrádráttur, iðgjöld af lífeyri og lífsábyrgð og iðgjöld til stéttarfélaga, styrktarsj óða og sjúkrasjóða). 1 2. mgr. 67. gr. 1. nr. 75/1981 um skattstiga við tekjuskattsútreikn- ing er börnum ákveðið sérstakt, fremur lágt skatthlutfall. Það var upphaflega 5% af tekjuskattsstofni, miðað við að staðgreiðslukerfi skatta kæmist á, en það var síðar hækkað í 7%, enda staðgreiðsla skatta enn ókomin. Barn nýtur hins vegar ekki persónuafsláttar, sjá 2. mgr. 67. gr. Auk þessa bætist við 2% sjúkratryggingagjald, ef gjaldstofn nær 6.750.000 gkr., þ.e. af þeim hluta, sem umfram er, sjá 1. gr. 1. nr. 36/1981, og 3% útsvar, sjá 6. mgr. 23. gr. og 2, mgr. 25. gr. 1. nr. 73/1980, og nýtur barn ekki lækkunar skv. 26. gr. sömu laga, sbr. þó 7.-9. mgr. Alls skulu börn því greiða 10% (12%) af tekju- skattsstofni. Börn bera ábyrgð á greiðslu skatta, sem á þau eru lagðir,7) en auk þess bera þeir, sem hafa á hendi fjárforræði ólögráða manna, ábyrgð (sjálfskuldarábyrgð) á skattgreiðslum þeirra, sjá 2. mgr. 114. gr. 1. nr. 75/1981 og 2. mgr. 32. gr. 1. nr. 73/1980. 3) Börn eru samsköttuð með foreldrum sínum að því leyti sem þau eiga eignir eða hafa aðrar tekjur en þær, sem greindar eru í 1. tl. A- liðs 7. gr., sjá 6. gr., 1. mgr. 65. gr. og 82. gr. 1. nr. 75/1981 og 6. mgr. 23. gr. 1. nr. 73/1980. Það er skilyrði samsköttunar, að barn sé á framfæri foreldra sinna, þ.á m. kjörforeldra, stj úpforeldra eða fósturforeldra. Ef fósturfor- eldrar eru framfærendur, verða þeir skattskyldir, en ekki kynfor- eldrar barns. Framfærandi telst sá aðili, sem hefur barn hjá sér og annast framfærslu þess í raun. Sá, sem greiðir meðlag með barni, telst 7) Sbr. til hliðsjónar um ábyrgð ófjárráða manns vegna ráðstöfunar sjálfsaflafjár, Þórður Eyjólfsson, Persónuréttur (2. útg. 1967), bls. 78-79. 14

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.