Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 34
skyldu forsetans og öðru heimilisfólki til persónulegra nota, svo og hóflegra tækifærisgjafa handa vinum og vandamönnum. Forseti get- ur að sjálfsögðu látið annan mann hafa milligöngu fyrir sig um inn- flutning og tollafgreiðslu. Almenna reglan er sú, að forseti getur flutt inn hvaða vöru sem er án tillits til verðmætis hennar. Tollfrelsið tekur einnig til hluta, sem sendir eru forseta erlendis frá án endurgjalds. Tollfrelsi forseta breytir þó engu um almennar innflutningsreglur, sem banna, takmarka eða setja skilyrði fyrir innflutningi tiltekinna vöru- tegunda. Þessar reglur verður forseti að virða eins og aðrir. Undan- þáguheimildin tekur ekki til innflutnings vegna fyrirtækis, sem forseti er eigandi að eða á hlut í, t.d. sölu eða leigu bifreiða. Forseti íslands nýtur skattfrelsis (tollfrelsis), meðan hann gegnir forsetaembætti, sjá bls. 26-27. Hann er því ekki undanþeginn opinber- um gjöldum, t.d. söluskatti og aðflutningsgjöldum þann tíma, er líður frá forsetakjöri til embættistöku. Tollskyldar eru vörur, sem forseti hefur flutt inn, meðan hann gegndi embættinu, ef þær eru ekki tollaf- greiddar fyrr en eftir að hann lætur af embætti. Skattfrelsi forseta helzt, þótt handhafar forsetavalds gegni embættinu um stundarsakir vegna veikinda eða fjarveru forseta. Úrskurður fjármálaráðuneytisins frá 7. febrúar 1969 tekur ekki til varnings, sem fluttur er inn af öðrum en forseta og hann kaupir í verzlunum hér á landi. Slíkar vörur getur forseti ekki fengið keyptar án þess að leggja út fyrir aðflutningsgjöldum og söluskatti, þar sem seljandi vörunnar eða innflytjandi yrði að öðrum kosti sjálfur að bera þessi gjöld. I lögum er engin heimild fyrir þessa aðila að fá gjöldin endurgreidd úr ríkissjóði. Af þessu mætti draga þá ályktun, að skatt- frelsi forsetans sé takmarkað við eigin innflutning.13) Senniléga verð- ur þó að skýra 2. gr. 1. nr. 3/1964 svo, að forsetinn eigi sjálfur rétt á endurgreiðslu úr ríkissjóði á aðflutningsgjöldum, vörugjöldum, m.a. af innlendri framleiðslu, og söluskatti.14) 1 framkvæmd hefur endur- greiðsluréttur forseta verið viðurkenndur að því er söluskatt varðar. Sama regla ætti sjálfsagt að gilda um tolla og vörugjöld, en endur- greiðsla þessara gjalda væri hins vegar mjög erfið í framkvæmd. Vit- anlega getur forseti látið hjá líða að ganga eftir endurgreiðslu sölu- skatts og annarra gjalda, sem hann verður að leggja út fyrir. 13) Sigurgeir Jónsson, Um persónulegt tollfrelsi (önnur tveggja kandidatsritgerða 1975), bls. 7-8, sbr. Bjarni Benediktsson, „Um lögkjör forseta íslands“, Tímarit lögfr., 4. h. 1951, bls. 229, en þar er rætt um gjöld af innlendum framleiðsluvörum. 14) Sjá Ólafur Jóhannesson, Stjórnskipun íslands (2. útg. 1978), bls. 135. 28

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.