Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 29
fellur niður. Hliðstæð persónuafslætti er lækkun útsvars skv. 1., sbr. 4. mgr. 26. gr. 1. 73/1980. Um barnabætur gildir 69. gr. 1. nr. 75/1981, sbr. nánar bls. 16. Barna- bætur eru greiddar framfæranda barns að því marki sem eftirstöðv- um nemur, þegar frá hafa verið drégnar greiðslur opinberra gjalda framfærandans í ákveðinni forgangsröð, sjá 3. mgr. 69. gr., sbr. þó 7. mgr. 69. gr. Hjón, sem skattlögð eru skv. 63. gr., teljast bæði fram- færendur, og skiptast barnabætur milli þeirra til helminga, sbr. 5. mgr. 69. gr. Ekki skiptir máli, hvort hjón, annað eða bæði, eru kjörforeldrar barns, stjúpforeldrar eða fósturforeldrar, enda séu skilyrði 4. mgr. 69. gr. fyrir hendi. Meðlagsgreiðandi telst ekki framfærandi í þessu sam- bandi. Engin heimild er til þess í lögum að millifæra barnabætur ann- ars hjóna til innheimtu á skattgreiðslum hins, sbr. og rgj. nr. 2/1982. Hliðstæð barnabótum er lækkun útsvars vegna barna, sbr. 2. og 3. mgr., sbr. 4. mgr. 26. gr. 1. nr. 73/1980. 8) Eignarskattsstofn hjóna er fundinn með því að telja saman all- ar eignir þeirra og skuldir, þ.á m. séreignir og skuldir tengdar þeim, sbr. 81. gr. 1. nr. 75/1981. Eignarskattsstofni þessum skal síðan skipta að jöfnu milli þeirra og reikna eignarskatt af hvorum helmingi fyrir sig skv. 83. gr. Eignir barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuár- inu, teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni, er nýtur barna- bóta vegna barnsins, sbr. 82. gr. 9) Greiðsluábyrgð. Samkvæmt 1. mgr. 114. gr. 1. nr. 75/1981 bera hjón óskipta ábyrgð á greiðslu skatta, sem á þau eru lagðir, og getur innheimtumaður ríkissjóðs gengið að hvoru hjóna um sig til greiðslu á sköttum þeirra beggja. Rétt er því hjóna, sem skattgreiðslur ann- ast, að krefjast endurgreiðslu af hinu hjóna á þeim hluta skatts, er það hefur greitt umfram sinn hluta miðað við tekjur og eignir hvors hjóna. Hliðstæð regla gildir um ábyrgð hjóna á greiðslu útsvars, sbr. 1. mgr. 32. gr. 1. nr. 73/1980. 10) Sambúðarfólk. Reglur 1. nr. 75/1981 um skattlagningu hjóna taka einnig til sambúðarfólks, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem fram koma í 3. mgr. 63. gr. og 81. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 64. gr., 5. mgr. 69. gr. sömu laga, sjá ennfremur 6. mgr. 23. gr. 1. nr. 73/1980. Skilyrðin eru talsvert breytt frá upphaflegri mynd sinni í 9. gr. 1. nr. 11/1975. Er nú höfð hliðsjón af 52. gr. 1. nr. 67/1971, um almanna- tryggingar, sbr. greinargerð með 63. gr. Skal þá gerð grein fyrir skil- yrðum þessum. a) Kai'l og kona, sem búa saman í óvígðri sambúð. Ekki er þess krafizt í ákvæðinu, að þau séu, annað hvort eða bæði, ógift eða skil- 23

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.