Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 9
skattskyldu ákvarða hin ytri gildismörk skattalaga í tíma og rúmi.2) Hér á eftir verður hugtakið skattskylda eingöngu notað í þessari þrengri merkingu, þ.e. um lagaskyldu þá, sem lögð er á einstaklinga og lögaðila að svara skatti. Augljóst er, að tiltekið ríki getur ekki skattlagt alla heimsbyggð- ina. Það verður að láta sér nægja skattlagningu á grundvelli einhverra tengsla við ríkið. Skattlagning getur byggzt á tveimur meginaðferð- um: a) Skattlagning allra eigna og tekna, sem á einhvern hátt tengjast ríkinu án tillits til búsetu og ríkisfangs eiganda eða viðtakanda. b) Skattlagning allra eigna og tekna, hvar sem eru í heiminum, ef eigandi þeirra eða viðtakandi er tengdur ríkinu (ríkisfang, búseta, dvöl, starf á skipi eða loftfari skráðu í ríkinu). Lögaðili tengist ríkinu m.a. með lögboðinni skráningu, aðsetri framkvæmdastjórn- ar eða með starfrækslu sinni. Þegar litið er á ákvæði I. kafla 1. nr. 75/1981, kemur í ljós, að að- alregla 1. gr. um skattskyldu einstaklinga er byggð á þeirri aðferð, sem lýst er í b-lið. Sama máli gegnir um lögaðila skv. 2. gr., en þar er miðað við skráningu hér á landi (1.-4. tl.) eða heimili hér á landi (5. tl.). Skilgreining á heimili felst í 2. mgr. 5. tl. 1 8. gr. er aftur á móti um sambland beggja aðferða að ræða. 2) Sbr. Magnus Aarbakke, Skatt pá inntekt, Del 1 (3. útg. 1973), bls. 41-42. Hér í tímaritinu hafa á undanförnum árum birst nokkrar greinar um skattarétt, sem bera því vitni, að þessu mikilvæga réttarsviði er nú bet- ur sinnt en áður var. Skattaréttur er kjörgrein fyrir laganema á síð- asta námsári eftir þeim reglum, sem nú gilda um laganám, og hófst kennslan eftir þeim haustið 1974. Höfundur ritgerðarinnar, sem hér birtist, prófessor Jónatan Þórmundsson, hef- ur alla tíð haft umsjón með kennslunni, og ann- ast hann sjálfur um helming hennar. Er þess að vænta, að út komi eftir hann, áður en langt um liður, fyrri hluti nýrrar kennslubókar I skattarétti. i greininni ( þessu hefti fjallar Jónatan um skattskyldu einstaklinga, en auk hinna almennu reglna þar að lútandi ræðir hann m.a. hina margumtöluðu barnaskatta, enn fremur skattlagningu hjóna og sam- búðarfólks og skattfrelsi forseta íslands. 3

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.