Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 33
skattfrelsis þarf að taka tillit til 2. mgr. 60. gr. 1. nr. 75/1981 um tíma- viðmiðun tekjuskattsstofns. Samkvæmt því þurfa forseti og maki hans að greiða tekjuskatt á því ári, s >m forsetinn tekur við embætti, af þeim tekjum, sem urðu til á fyrra ári. Um tímaviðmiðun eignarskattsstofns, sjá 79. gr. sömu laga. Skattfrelsi forseta og maka hans helzt, þótt handhafar forsetavalds gegni embættinu um stundarsakir og njóti þann tíma skattfrelsis af launum fyrir embættisræksluna. 4) Hið almenna skattfrelsi forseta Islands skv. 2. gr. 1. nr. 3/1964 tekur bæði til beinna og óbeinna skatta, tekjustofna ríkis og sveitar- félaga og gildir án tillits til þess, hverjir skattstofnarnir eru. Forseti þarf því ekki að greiða fasteignaskatt af fasteignum sínum,10) sölu- skatt né aðflutningsgjöld. Hins vegar á forsetinn að greiða þjónustu- gjöld, t.d. afnotágjald af útvarpi og sjónvarpi, þinglýsingargjald* 11) og ýmis fasteignagjöld.12) Af framansögðu sést, að talsvert ber á milli um túlkun skattfrels- isákvæðisins í 2. gr. 1. nr. 3/1964. Ákvæðið hefur verið í lögum allt frá því er ísland fékk ríkisstjóra, sbr. 7. gr. 1. nr. 25/1941. Engar skýring- ar á efni ákvæðisins komu fram í 1. nr. 25/1941 eða í lögskýringar- gögnum, hvorki í athugasemdum við frumvarpið né í umræðum á Al- þingi. Slíkar skýringar hafa ekki heldur komið fram við síðari breyt- ingar á lögunum. Með bréfi fjármálaráðuneytisins frá 7. febrúar 1969 var tekin afstaða til nokkurra vafatilvika við skýringu á 2. gr. 1. nr. 3/1964, þegar um er að ræða aðflutningsgjöld og önnur gjöld af vör- um, sem forseti íslands kann að flytja til landsins. Var úrskurður ráðuneytisins á þá leið, „að forseti Islands skuli undanþeginn tollum, söluskatti og öðrum ríkissjóðsgjöldum af vörum, sem hann flytur til landsins og telst persónulegur innflutningur hans. Innflutningur vara í þágu forsetaembættisins telst ekki undanþeginn aðflutningsgjöldum samkvæmt þessu lagaákvæði“. Skattfrelsið nær hvorki til maka for- seta né annarra heimilismanna eða starfsmanna. Allur innflutningur á vegum þessara aðila er því gjaldskyldur. Heimild forseta verður þó að teljast það rúm, að hún taki til innfluttra vara, sem ætlaðar eru fjöl- 10) Sbr. Bjami Benediktsson, „Um lögkjör forseta íslands", Tímarit lögfr., 4. hefti 1951, bls. 228. Gagnstæð niðurstaða kemur fram hjá Ólafi Jóhannessyni, Stjórn- skipun íslands (2. útg. 1978), bls. 135. 11) Bjami Benediktsson segir, að ef til vill sé vafasamt, hvernig fari um þinglýs- ingargjald, en þó virðist ekki heimilt að krefjast greiðslu á því. Ólafur Jóhannes- son segir forseta ekki greiða þinglýsingargjöld, sjá tilvitnaðar heimildir í 10). 12) Bjami Benediktsson virðist gera ráð fyrir, að sama regla gildi um öll fasteigna- gjöld, fasteignaskatt sem önnur gjöld, sjá tilvitnað rit í 10). 27

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.