Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 26
mannafrádráttur, fiskimannafrádráttur, námsfrádráttur og kostnað- ur við heimilisstofnun, sjá nánar 30. gr. laganna. Auk þess má draga frá tekjum ýmiss konar iðgjöld skv. D-lið 1. mgr. 30. gr., en í stað frá- dráttar skv. D-lið (og E-lið) getur að vali skattaðila8) komið fastur 10% frádráttur frá tekjum skv. 1. tl. A-liðs 7. gr., þegar frá þeim hafa verið dregnir þeir liðir, sem um ræðir í 1.-6. tl. A-liðs 1. mgr. 30. gr. Hjón, sem skattlögð eru skv. 63. gr., verða bæði að velja sömu frá- dráttarreglu að þessu leyti, sbr. 2. mgr. 30. gr. Frádráttur skv. 7. og 8. tl. A-liðs og skv. C-lið 1. mgr. 30. gr. er undanþeginn grundvelli hins fasta frádráttar og kemur því til álita óháð honum. Með hinum nýju hjónasköttunarreglum var felld niður reglan um 50% frádrátt af launatekjum giftrar konu. Af breytingu þessari get- ur bersýnilega leitt aukna skattbyrði fyrir þær fjölskyldur, þar sem hjón vinna bæði fyrir tekjum. Aðrar breytingar vinna þetta upp að nokkru leyti eða öllu. Má þar fyrst nefna, að launatekjur hjóna skipt- ast nú á tvo aðila, svo að þær lenda a.m.k. að hluta í lægri skattþrepum en ella. Helmingi af launatekjum eiginkonu var eftir eldri reglunum bætt við tekjur eiginmannsins, áður en álagning fór fram. Þá skal getið ákvæða 68. gr. um millifæranlegan persónuafslátt. Hefur milli- færsla ónýtts persónuafsláttar þann kost umfram hreina sérsköttun, að með henni er tekið tillit til þess, að tveir eða fleiri eiga að lifa af tekjum þess hjóna, sem vinnur utan heimilis, í þeim hjónaböndum, þar sem hinn makinn færir heimilinu engar eða litlar tekjur, sbr. einn- ig 4. mgr. 26. gr. 1. nr. 73/1980 um millifæranlega útsvarslækkun. Loks stuðlar reglan um millifæranlegan frádrátt í 2. mgr. 63. gr. 1. nr. 75/- 1981 að sama árangri. Nemi heildarfrádráttur, er um ræðir í 1. og 2. tl. 1. mgr. 63. gr., hærri fjárhæð hjá öðru hjóna en tekjur þær, er um ræðir í 1., 2. og 3. tl. 1. mgr. 63. gr., skal það, sem umfram er, dregið frá tekjum hins makans við álagningu. Þetta gæti t.d. átt við um frá- drátt vegna stofnunar heimilis, ef annað hjóna er tekjulaust, eða námsfrádrátt þess hjóna, sem stundar nám. b) Eignatekjur og aðrar tekjur hjóna skv. C-lið 7. gr. skal leggja saman og telja til tekna hjá því hjóna, sem hærri hefur hreinar tekjur skv. A-lið 7. gr. (launatekjur o.fl.). Ekki skiptir máli, hvort tekjur stafa frá séreign eða hjúskapareign. Frá tekjum þess hjóna, sem um- 8) Framteljendum er í framkvæmd auðveldað þetta val. Ef framteljandi færir í viðeigandi reiti frádrátt skv. D- og E-liðum 1. mgr. 30. gr., velur skattstjóri þá frádráttarreglu, sem er framteljanda hagstæðari, sbr. leiðbeiningar ríkis- skattstjóra 1981, bls. 12, og framtalseyðublaðið, bls. 4. 20

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.