Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 31
skattstofna einstaklinganna. En lög geta verið víðtækari að þessu leyti. Forseti Islands nýtur almenns skattfrelsis skv. 4. gr. 1. nr. 75/1981 og 2. gr. 1. nr. 8/1964, og er það hvorki bundið við tilgreinda skattstofna né ákveðnar tégundir skatta. Sama máli gegnir um maka forseta Is- lands að því er varðar tekju- og eignarskatt og aðra þá skattstofna, sem skattlagðir eru í samræmi við skattskyldureglur I. kafla 1. nr. 75/- 1981. Sérstök lög samkvæmt 7. tl. 4. gr. 1. nr. 75/1981 þurfa ekki að vera persónubundin. L. nr. 13/1976, um skattfrelsi bókmennta- og tón- listarverðlauna Norðurlandaráðs, eru almenns eðlis að því leyti, að verðlaunin skulu undanþegin tekjuskatti og útsvari í hvert sinn sem þau falla íslenzkum ríkisborgurum í skaut. Erlendir sendierindrekar hér á landi og venzlamenn þeirra njóta víðtæks skattfrelsis svo og, í misríkum mæli, aðrir starfsmenn erlendra sendiráða, sjá 23., 34., 36. og 37. gr. Vínarsamningsins um stjórnmálasamband, sbr. 1. nr. 16/- 1971. Um skattfrelsi ræðiserindreka, ræðisstarfsmanna og fjölskyldna þeirra eru ákvæði í 32., 49., 50., 60., 62. og 66. gr. Vínarsamningsins um ræðissamband, sbr. 1. nr. 4/1978. Sjá ennfremur 8. og 9. tl. 2. gr. 1. nr. 120/1976, um tollskrá o.fl. Sá háttur er stundum á hafður að veita ríkisstjórninni heimild til þess í fjárlögum að endurgreiða álagða eða væntanlega skatta. I þessu felst engin skattfrelsisheimild. 2) Almennt um skattfrelsi forseta Islands og maka hans. Óhjá- kvæmilegt er samhengisins vegna að fjalla um skattfrelsi forseta Is- lands og maka hans skv. 4. gr. 1. nr. 75/1981 í tengslum við hið al- menna skattfrelsisákvæði 2. gr. 1. nr. 3/1964. Samkvæmt því er forset- inn undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum. Ákvæðið er svo ótvírætt, að þrátt fyrir sérákvæðið í 1. tl. 4. gr. 1. nr. 75/1981 verð- ur ekki gagnályktað á þann veg, að forsetinn geti orðið skattskyldur eftir yngri skattalögum, nema hið gagnstæða sé tekið fram. Skiptir ekki máli, þótt taldir séu upp ýmsir skattfrjálsir aðilar í hinum yngri skattalögum. Til þess að hnekkja þessu ákvæði með yngri lögum mundi þurfa skýlaust lagaákvæði, er gengi í aðra átt, eða a.m.k. sterk lögskýringargögn. Ákvæði 2. gr. 1. nr. 3/1964 er bundið við forsetann persónulega og tekur því ekki til maka forseta. Hvorki forsetinn né maki hans geta afsalað sér skattfrelsi sínu al- mennt. Ef svo væri, gætu þessir aðilar í raun breytt lögum. Ríkisvald- ið ákveður einhliða í lagaformi jafnt skattskyldu sem skattfrelsi. Ef forsetinn kýs að inna af hendi til hins opinbera fjárhæðir, er svara skattgreiðslum af tekjum, eignum og öðru, er þar um frjáls framlög að ræða, sem ekki hagga við skattfrelsinu. Skattyfirvöldum væri ó- 25

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.