Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 14
um erlendis án þess að áhrif hafi á lögheimili þeirra hér á landi, sbr. 10. gr. 1. nr. 35/1960. Einnig hefur heimilisfesti sönnunargildi, sbr. 2. tl. 1. mgr. 1. gr. 1. nr. 75/1981, og treystir þannig aðstöðu skattyf- irvalda til álagningar og innheimtu skatta.3) Þar er lögheimili manns, sem hann á heimili. Heimili manns er sá staður, þar sem hann hefur bækistöð og dvelst að jafnaði í tómstund- um sínum og hefur þá hluti, sem eru honum persónulega tengdir, svo sem fatnað, húsgögn og bækur, sjá 1. og 2. mgr. 2. gr. 1. nr. 35/1960. Það telst ekki heimili, þótt maður dveljist í skóla, vinnuhæli eða fang- elsi, sjúkrahúsi, heilsuhæli, elliheimili, dvalarheimilum fyrir aldraða og öryrkja eða sérhönnuðum heimilum og íbúðum aldraðra og öryrkja, ef dvölin er eingöngu eða aðallega til lækninga eða heilsubótar. Hið sama gildir um dvalarstað vegna árstíðabundinnar atvinnu, svo sem vertíðarvinnu, kaupamennsku og vetrarvistar eða annarrar vetrar- dvalar vegna atvinnu, enda hverfi maðurinn til lögheimilis síns að slíkri dvöl lokinni, sbr. 3. mgr. 2. gr. 1. nr. 35/1960 og 1. gr. 1. nr. 33/1981. Maður, sem stundar farmennsku, fiskveiðar eða flutninga- starfsemi og hefur hvergi heimili, á lögheimili þar sem skip það eða annað farartæki, sem hann starfar á, hefur aðalbækistöð sína, sjá 5. gr. 1. nr. 35/1960, sbr. 4. tl. 1. mgr. 1. gr. 1. nr. 75/1981. Ákvæði 2,- 5. gr., sbr. 2. mgr. 1. gr. 1. nr. 35/1960 fjalla um ákvörðun lögheimilis innan íslenzka ríkisins, sbr. 6. gr. um vafatilvik. Um lögheimili hjóna, sambúðarfólks og barna eru ákvæði í 7. og 8. gr. 1. nr. 35/1960, sbr. og 9. gi’. 1 samræmi við skilgreiningu 2. gr. 1. nr. 35/1960 á hugtakinu heimili kemur fram hliðstæð regla í 10. gr. láganna um þá, sem dveljast erlendis við nám, vegna veikinda eða heimsókna hjá venzla- fólki um lengri eða skemmri tíma. Þeir skulu telja lögheimili sitt í sveitarfélagi, þar sem þeir áttu lögheimili, er þeir fóru af landi brott. Sama máli gegnir vafalaust um þá, sem afplána fangavist eða aðra nauðungarvist erlendis. Islenzkir ríkisborgarar, sem gegna störfum erlendis á végum ríkisins við sendiráð og ræðismannsskrifstofur Is- lands og taka laun úr ríkissjóði, og þeir íslenzkir ríkisborgarar, sem eru starfsmenn alþjóðastofnana, sem ísland er aðili að, skulu einnig eiga lögheimili á Islandi, þar sem lögheimilið var, er þeir fóru af landi brott, sjá 2. mgr. 10. gr. 1. nr. 35/1960, sbr. 1. gr. 1. nr. 42/1966, og athugasemd við 1. gr. 1. nr. 40/1978, sbr. nú 1. gr. 1. 75/1981. Dvelj- 3) Framtals- og skattlagningarstaður einstaklinga, skattskyldra á íslandi, er nánar ákvarðaður í 1. mgr. 90. gr. 1. nr. 75/1981 eftir því, hvaða tengsl við ríkið skatt- skyldan miðast við á tilteknu tímamarki. Hið sama á við um ákvörðun þess, hvaða sveitarfélag telst útsvarskrefjandi skv. 2. mgr. 22. gr. 1. nr. 73/1980. 8

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.