Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 30
in að lögum, en hvorugt þeirra mætti vera samvistum við þriðja að- ila og gift honum. Hins vegar gæti annað þeirra eða þau bæði verið skilin að borði og sæng við þriðja aðila. Hugsanlegt er þó, að túlka beri ákvæðið þrengra með hliðsjón af 52. gr. 1. nr. 67/1971, þar sem áskilið er, að þau séu bæði ógift. b) Sameiginlegt lögheimili, sbr. 1. mgr. 7. gr. 1. nr. 35/1960. 1 raun gildir áþekk regla um hjón skv. 7. gr. 1. nr. 35/1960. Hins vegar er samvistaskilyrði 1. mgr. 63. gr. og 81. gr. 1. nr. 75/1981 skilið þannig, að hjón þurfi ekki að búa saman, sjá nánar bls. 18. c) Hafa átt barn saman, konan er þunguð af völdum sambýlismanns síns eða sambúðin hefur varað samfleytt í a.m.k. tvö ár. Eitt þessara þriggja atriða er nægilegt. Ekki er nauðsynlégt, að sambúðarfólkið ann- ist framfærslu barns þess, er þau áttu saman. d) Skrifleg beiðni beggja til skattyfirvalda (skattstjóra) um að verða skattlögð samkvæmt hjónasköttunarreglum 1. nr. 75/1981. VII. Skattfrelsi einstaklinga. 1) í upphafi skal farið um það nokkrum orðum, hvaða einstaklingar njóta skattfrelsis samkvæmt lögum og að hvaða marki, sbr. 40. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. I 4. gr. 1. nr. 75/1981 er kveðið á um skattfrelsi einstaklinga og lögaðila. Vísa má til þessa ákvæðis um und- anþágur einstaklinga frá útsvarsskyldu og að nokkru leyti um undan- þágur frá aðstöðugjaldsskyldu, sbr. 21. og 36. gr. 1. nr. 73/1980. 1 ýms- um öðrum lögum er um skattskyldu vísað til I. kafla 1. nr. 75/1981, sjá 1. gr. 1. nr. 36/1981 (sjúkratryggingagjald) og 2. gr. 1. nr. 17/1981 (sérstakur skattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði). I skattalögum eru margar aðrar og mismunandi reglur um skattfrelsi, sjá t.d. 5. og 36. gr. 1. nr. 73/1980 (fasteignaskattur og aðstöðugjald), 2. mgr. 1. gr. 1. nr. 8/1976 (flugvallágjald). Sum þessara undanþáguákvæða taka aðeins til lögaðila, annaðhvort beinlínis eða óbeint vegna eðlis skatt- stofnanna. Samkvæmt 4. gr. 1. nr. 75/1981 njóta þessir einstaklingar skattfrels- is: Forseti íslands og maki hans, sbr. 1. tl., svo og hver sá, sem Al- þingi vill heiðra á þennan hátt með sérstökum lögum, sbr. 7. tl. Sem dæmi um slík lög má nefna 1. nr. 32/1956, um skattfrelsi Nóbelsverð- launa Halldórs Kiljans Laxness (undanþegin tekjuskatti og útsvari), 1. nr. 41/1969, um skattfrelsi Sonningsverðlauna Halldórs Laxness, og 1. nr. 13/1976, um skattfrelsi bókmennta- og tónlistarverðlauna Norður- landaráðs. öll takmarka þessi sérlög skattundanþágur við tilgreinda 24

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.