Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 23
2) Aðalreglur 1. nr. 68/1971, ásamt síðari breytingum, um skatt- lagningu hjóna voru þessar: Eiginmaðurinn var einn skattskyldur fyrir tekjum og eignum beggja hjóna, en hjónin báru óskipta ábyrgð á greiðslu skatta, sjá 1. og 4. mgr. 3. gr. Samsköttun tók til hjóna, sem samvistum voru, og helzt það óbreytt í gildandi lögum sem skil- yrði fyrir því, að reglum um skattlagningu hjóna verði beitt. Fram- talsskyldan hvíldi sameiginlega á hjónum, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 35. gr. Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. var heimilt að draga 50% frá launatekjum giftrar konu, sem var samvistum við mann sinn, áður en skattlagðar voru tekjur hjónanna, enda væri þessara tekna ekki aflað hjá fyrirtæki eða félagi, sem hjónin annaðhvort eða bæði, eða ófjárráða börn þeirra, áttu eða ráku að verulegu leyti. Oft var deilt um frádráttarskilyrðin, og kom það því iðulega í hlut ríkisskattanefnd- ar að úrskurða um, hvort tekjur stöfuðu frá sjálfstæðri starfsemi eða störfum unnum samkvæmt vinnusamningi, svo og um það, hvort eign- ar- eða rekstraraðild teldist veruleg. Frádráttarheimild þessi var fyrst lögfest með 4. gr. 1. nr. 36/1958. Hún kom þá til móts við ákveðnar félagslegar og fjárhagslegar þarfir heimilanna og þjóðfélagsins í heild. Er fram liðu stundir, gætti æ meiri gagnrýni á þessa skipan mála. Komu þar m.a. til ástæður eins og misrétti eftir menntun og efna- hag og andúð á kynbundinni lagasetningu almennt. 1 þeim tiltölulega fáu tilvikum, er konur höfðu góða menntun og gegndu vel launuðum störfum, var reglan bersýnilega óeðlileg og ósanngjörn gagnvart öll- um þori'a giftra kvenna og heimilum þeirra. Heimild var til mun tak- markaðri frádráttar eftir ákveðnum reglum, ef eiginkona starfaði við fyrirtæki eða félag, sem annaðhvort hjónanna eða bæði, eða ófjár- ráða börn þeirra, áttu eða ráku að verulegu leyti, sbr. 3. mgr. 3. gr. Heimild var einnig til sérsköttunar á launatekjum eiginkonu, ef hjón- in báru fram kröfu þess efnis, sbr. 2. mgr. 3. gr. Var skylt að taka slíka kröfu til greina. Óljóst var um greiðsluábyrgð hjóna við slíka sérsköttun, en úr því atriði var skorið með Hrd. XLVII, bls. 1011. Heimildin tók hvorki til eignatekna né til eignanna sjálfra, sbr. 4. mgr. 3. gr. 50% frádráttur vegna launatekna eiginkonu féll niður, ef sérsköttunarheimildin var notuð, sbr. til hliðsjónar 5. gr. 1. nr. 36/- 1958. 3) Meginreglan um sérsköttun hjóna er lögfest í 5. gr. I. nr. 75/1981. Skattskyldan í þrengri merkingu (persónuleg skattskylda) er nú einstaklingsbundin samkvæmt þessu skýlausa ákvæði. Takmark- anir á sérsköttun koma fram í reglunum um ákvörðun tekjuskatts- stofns og eignarskattsstofns, sbr. 63. og 81. gr. laganna. Er þar um 17

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.