Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 19
nr. 75/1981, sbr. 2. mgr. 10. gr. 1. nr. 35/1960. önnur regla gilti samkv. 1. nr. 68/1971, sjá 2. mgr. 6. gr. V. Skattlagning á eignum og tekjum barna. 1) Reglur um skattlagningu barna eru bundnar við ákveðin ald- ursmörk, þ.e. frá fæðirigu barns, unz það nær 16 ára aldri, miðað við lok tekjuárs, sbr. 6. gr. 1. nr. 75/1981. Aðeins þeir, sem verða 16 ára eftir lok tekjuárs, falla undir reglurnar. Undanfarin ár hafa verið send út árituð framtalseyðublöð fyrir öll börn á aldrinum 13, 14 og 15 ára. Ef barn á framfæri framteljanda, sem fengið hefur áritað eyðublað, hefur ekki haft tekjur og skuldar ekkert um áramót, þarf ekki að endursenda skattyfirvöldum eyðublaðið. Framtalseyðublöð fyr- ir börn, sem fá ekki árituð eyðublöð, en gera þarf framtal fyrir, má fá hjá skattstjórum eða umboðsmönnum þeirra, sjá leiðbeiningar ríkis- skattstjóra fyrir árið 1981, bls. 14. Skylt er að telja fram fyrir öll börn á fyn’greindum aldri, ef þau hafa haft tekjur á fyrra ári eða skulda um áramót. Þó skal t.d. ekki telja fram arð af hlutabréfum á slíku sérframtali. Framtalsskyldan hvílir á fjárhaldsmönnum skatt- skylds barns, sjá 2. mgr. 91. gr. 1. nr. 75/1981. Fari báðir foreldrar með lögráð barns, eru þeir báðir framtalsskyldir fyrir barnið.0) Sé barnið samskattað með foreldrum sínum, eru þeir framtalsskyldir eftir venjulegum reglum og skulu auk þess færa tekjur barnsins í ákveðna reiti á sérframtali þess, aðrar en arð af hlutabréfum, sbr. leiðbein- ingar ríkisskattstjóra fyrir árið 1981, bls. 14. Framteljendur bera á- byrgð á framtali með undirskrift sinni. 2) Börn eru sjálfstæðir skattaðilar að því er tekur til launatekna og hliðstæðra tekna skv. 1. tl. A-liðs 7. gr. 1. nr. 75/1981, sjá 6. gr. og 2. mgr. 65. gr. laganna, og 21. gr. og 2. mgr. 22. gr. 1. nr. 73/1980. Hér er ekki um heimild að ræða eins og var í eldri skattalögum, held- ur skyldu. Var tæpast unnt að segja, að börn gætu orðið skattskyld samkv. 1. nr. 68/1971. Skyldan nú er þrengri en heimildarákvæðið gamla að því leyti, að hið síðara var ekki bundið við launatekjur. Um leið fellur niður hin rúma heimild skattyfirvalda til mats og ákvörð- unar um slíka sérsköttun. Heimilt var einnig eftir 1. nr. 68/1971 að ákveða börnum eignarskatt sem sjálfstæðum skattþegnum, ef tilmæli komu fram um það frá foreldrum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Engin slík heimild er í gildandi lögum. 6) Skattyfirvöld láta sér nægja undirritun annars foreldris, sbr. leiðbeiningar ríkis- skattstjóra fyrir árið 1981, bls. 14. 13

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.