Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 44
Fundinn sóttu dómarar hvaðanæva að af landinu og fjölluðu þeir um ýmis hagsmuna og sérmál dómarastéttarinnar. Formaður næsta starfsár var kjörinn dr. Ármann Snævarr hæstaréttardóm- ari. Aðrir í stjórn: Rúnar Guðjónsson sýslumaður, varaformaður, Ólafur Stefán Sigurðsson héraðsdómari, ritari, Jón Eysteinsson bæjarfógeti, gjaldkeri, og Jón A. Ólafsson sakadómari, meðstjórnandi. Ólafur St. Sigurðsson. NÁMSSTEFNA UM BREYTINGAR Á MEÐFERÐ EINKAMÁLA í HÉRAÐI Dagana 28. og 29. október 1981 var haldin námsstefna að Hótel Loftleiðum í Reykjavík á vegum Lögfræðingafélags islands, Lögmannafélags íslands og Dómarafélags íslands um breytingar á meðferð einkamála í héraði. Stjórn- andi námsstefnunnar var Hrafn Bragason borgardómari. I. MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1981. Námsstefnan hófst kl. 9:25 með ávarpi stjórnanda, sem bauð 205 þátt- takendur velkomna. Flutti hann síðan stutt inngangserindi um tilefni náms- stefnunnar og tilgang, undirbúning hennar og tilhögun, og gat undirbúnings- nefndar, en í henni áttu sæti Hrafn Bragason borgardómari, Böðvar Braga- son sýslumaður, Hákon Árnason hrl., Skarphéðinn Þórisson hrl., og Ólafur Axelsson hdl. Hann rakti helstu atriði breytingarlaganna nr. 28, 1981, eink- um þau atriði, sem ekki voru sérstaklega á dagskrá námsstefnunnar. Skipaði hann síðan Böðvar Bragason sýsiumann Rangárvallarsýslu og Svölu Thorlac- íus hdl. fundarstjóra og Valgarð Sigurðsson dómarafulltrúa fundarritara. — Var nú gengið til dagskrár. 1. Réttarsáttir. Fyrsta mál á dagskrá var um réttarsáttir. Framsögu hafði Stefán Már Stefánsson prófessor. 2. Stefnur, greinargerðir og önnur skjalagerð. Framsögu um þetta efni hafði Gunnar M. Guðmundsson hrl. 3. Meðdómendur og sérdómstólar. Að ioknu stuttu kaffihléi hafði Björn Sveinbjörnsson hæstaréttardómari framsögu um ofangreint efni. Hádegisverðarhlé var gert kl. 12:00. Sú breyting varð síðdegis á fundar- stjórn, að Böðvar Bragason sýslumaður var horfinn heim í hérað vegna anna, en við fundarstjórn af honum tók Barði Þórhallsson bæjarfógeti á Ólafsfirði 4. Aðalflutningur. Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari hafði framsögu um þetta efni að loknu hádegisverðarhléi kl. 13:30. 38

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.