Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 11
kemur það bezt heim við forsenduna um greiðslugetu að skipta tekj- um og eignum hinnar sameiginlégu starfsemi milli einstaklinganna, sem að henni standa, eftir eignar- eða starfshlutföllum og leggja á þá tekju- og eignarskatt í samræmi við greiðslugetu hvers og eins. Allströng skilyrði, strangari en í eldri lögum, eru sett fyrir því í 2. gr. 1. nr. 75/1981, að sameignarfélög með ótakmarkaðri ábyrgð félágs- aðila geti orðið sjálfstæðir skattaðilar. Ef sameignarfélag uppfyllir ekki skilyrði til að teljast sjálfstæður skattaðili eða þess er ekki ósk- að við skráningu, skal tekjum þess og eignum skipt milli félagsaðila í samræmi við 2. mgr. 2. gr., sbr. og ákvæði til bráðabirgða I. Ef um fjölmennan félagsskap er að ræða, t.d. almenningshlutafélag, eða eig- endahópur er óákveðinn, t.d. stofnun eða fyrirtæki í eigu ríkisins, ér slík skipting óframkvæmanleg. Þess vegna gera lögin ráð fyrir því, að lögaðilar geti verið sjálfstæðir skattaðilar. Greiðslugeta þeirra er fundin eftir öðrum leiðum en farnar eru, þegar ákvörðuð er greiðslu- geta einstaklinga. II. Upphaf og lok skattskyldu. Skattskylda er ekki bundin við sérstakan aldur manna. Persónuleg skattskylda hefst þegar við fæðingu, þótt um skattskyldar tekjur skv. 1. tl. A-liðs 7. gr. 1. 75/1981 geti tæpast verið að ræða fyrr en barnið hefur náð nokkrum þroska. Fóstur getur ekki orðið skattskylt. Erfða- réttur þess, réttur til dánarbóta eða gjafa er skilyrtur og því ekki skattandlág fyrr en á því ári, er barnið fæðist. Skattskylda barna innan 16 ára aldurs er mjög takmörkuð, sjá 6. gr. 1. nr. 75/1981. Aðalreglan er reyndar sú, að börn séu samsköttuð með foreldrum sínum. Nánar verður fjallað um skattlagningu á tekjum og eignum barna í V. kafla. , Skattskyldan helzt að formi til svo lengi sem maður lifir. Stundum heyrast raddir um, að undanþiggja ætti aldrað fólk skattskyldu. Erf- itt hefur þó reynzt að setja almenn ákvæði þess efnis, m.a. vegna þess hve aðstæður aldraðs fólks eru ólíkar. Skv. 5. gr. 1. nr. 60/1973 skyldi lækka eftir tilteknum reglum tekjuskatt manna, sem náð höfðu 67 ára aldri á skattárinu. Þessi regla var afnumin með 1. nr. 11/1975. 1 8. gr. 1. nr. 121/1978 var sett tímabundið ákvæði um afslátt af álögðum eignarskattsauka hjá mönnum, sem náð höfðu 67 ára aldri fyrir upphaf gjaldársins. Til þess að létta skattbyrði aldraðs fólks er ekki um annað að ræða í gildandi lögum en heimildir 66. gr. og 2. mgr. 80. gr. 1. nr. 75/1981 til lækkunar á tekjuskatts- og eignarskatts- 5

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.