Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 27
ræddar tekjur reiknast, skal síðan draga frádráttarliði skv. B-lið 1. mgr. 30. gr. (vaxtatekjur, afföll, gengishagnaður, fenginn arður, stofnsjóðsframlag). Einnig má draga frá fjárhæðir skv. E-lið 1. mgr. 30. gr., þ.e. vaxtagjöld, afföll og gengistöp eftir ákveðnum réglum, gjafir til menningarmála, vísindalegra rannsóknarstarfa, viðurkenndr- ar líknarstarfsemi og kirkjufélaga, með ýmsum takmörkunum, og loks helming greiddrar húsaleigu végna leigu á íbúðarhúsnæði til eig- in nota. f stað frádráttar skv. E-lið (og D-lið) mega hjón velja fastan frádrátt skv. 2. mgr. 30. gr. Að því er eignatekjur varðar þótti óhjákvæmilegt að halda í sam- sköttunarreglu, að vísu ekki kynbundna eins og áður var. Er ekki tal- ið aðgengilegt enn sem komið er að skipta eignum og eignatekjuip milli hjóna, eftir því hvort þeirra telst eigandi. Kemur þar hvórt tveggja til, að í flestum hjónaböndum er töluverður vafi um, hvort hjóna á að telja hina ýmsu hluti eignaheildarinnar til sinnar hjúskap- areignar, og eins hitt, að alger sérsköttun eigna og eignatekna mundi opna hjónum leið til að skipta eignum og tekjum á milli sín til skatt- lagningar á þann hátt, sem þeim er hagkvæmastur, án þess að skatt- yfirvöldum sé unnt að vefengja þá skiptingu, sjá greinargerð með 63. gr. c) Tekjur barns (aðrar en launatekjur og hliðstæðar tekjur), inn- an 16 ára aldurs á tekjuárinu, skulu skv. 1. mgr. 65. gr. teljast með tekjum þess foreldris, sem hærri hefur hreinar tekjur skv. A-lið 7. gr., ef foreldrar þess eru skattlagðir sem hjón, en ella með tekjum þess foreldris eða manns, er nýtur barnabóta vegna barnsins, sjá að öðru leyti bls. 14-15. d) Atvinnurekstrartekjur, þ.e. hreinar tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, sbr. B-lið 7. gr. og 31. gr., skal telja hjá því hjóna, sem stendur fyrir rekstrinum, og skulu þær skattlagðar með öðrum tekjum þess, sbr. ákvæði 3. tl. 62. gr. Að sjálfsögðu reynit oft á þetta ákvæði, þótt ekki sé um að ræða atvinnurekstur lögaðila, sbr. 3. tl. 1. mgr. 2. gr. og 3. tl. 62. gr. 1. nr. 75/1981. Þegar atvinnurekstur eða sjálfstæð starfsemi er háð sérþekkingu eða persónubundnum rekstrarleyfum, skulu hreinar tekjur af rekstrinum taldar hjá því hjóna, sem sérþekkinguna eða Ieyfið hefur. Starfi hjón sameiginlega að atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi og hafi bæði þá sérþekk- ingu eða leyfi, sem krafizt er, eða sé slíkrar sérþekkingar eða leyfa ekki krafizt, skal skipta hreinum tekjum af rekstrinum í hlutfalli við vinnuframlag hvors um sig og telja til tekna hjá hvoiai hjóna. Geri hjón ekki fullnægjandi og rökstudda grein fyrir vinnuframlagi hvors

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.