Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 39
mál þar sem kærandi hefur ástæðu til að ætla, að svik hafi verið í tafli, en úr því fæst eigi skorið nema með rannsókn. 2) Skipun réttargæslumanna og verjenda. 1 80. gr. opl. eru ákvæði um, hvenær skuli skipa verjanda. Eftir ósk sökunauts skal skipa verjanda meðan hann sætir gæsluvarðhaldi, ef hann er sakaður um tiltekin brot. Án óskar sökunauts skipar dómari honum réttargæslumann, hvarvetna þess er matsmenn eiga að stað- festa framburð eða matsgerð að sökunaut fjarstöddum, og ennfremur ef sökunautur er að áliti dómara sérstaklega sljór eða skilningslítill, eða haldinn annmörkum er torvelda skynjun hans o.s.frv. Skv. 8. mgr. 80. gr. er dómara heimilt að skipa sökunauti réttargæslumann fyrir rannsókn máls hjá rannsóknarlögreglu. Skv. réttarbót Finns Torfa, í 4. mgr. 61. gr., á svo handtekinn maður rétt á skipuðum réttargæslu- manni þegar eftir handtöku. Þetta eru aðallega heimildir varðandi það, hvenær skuli skipa réttargæslumann. Ég held, að þessi lagaákvæði per se hafi ekki valdið neinum vand- ræðum og dómarar skipa nær alltaf réttargæslumann og verjanda að ósk sökunauts. Það sem helst hefur orðið tilefni til vangaveltna er, hvernig standa skuli að skipun verjanda og réttargæslumanns og þá sérstaklega við handtöku og lögreglurannsóknir. Það er skylt að vekja athygli sökunauts á rétti hans til að fá skipaðan réttargæslumann sbr. 81. gr. og 4. mgr. 61. gr. laga nr. 74/1974, en nokkur brögð munu vera að því, að mönnum sé ekki kynntur þessi réttur strax við handtöku. Lög- reglumenn hafa stundum smeygt sér undan þessu með því að segja, að maður, sem er til yfirheyrslu hjá þeirn, sé ekki handtekinn, heldur hafi þeir fengið hann sjálfviljugan til að koma og gefa skýrslu. Þá hefur komið fyrir, að lögreglumenn gefa ekki grunuðum manni skýr svör um það, hvort hann sé handtekinn eða ekki. Um þetta allt þyrftu að vera skýrari línur í lögum. Um það, hvernig standa skuli að skipun réttargæslumanns eða verj- anda, er fjallað í 81. gr. opl. Á að veita sökunaut kost á því að benda á einhvern þann mann, sem rétt hefur að lögum til að fara með það starf fyrir dómi almennt og sérstaklega í því máli. Dómari ákveður svo, hvern skipa skuli. Þetta er gott og blessað, ef strax næst til þess lögmanns, sem sökunautur óskar eftir og dómari samþykkir. Það er þó hugsanlegt, að dómari samþykki hann ekki, ef hann hefur verið skip- aður réttargæslumaður fyrir annan mann í sama máli og hagsmunir rekast á. En stundum reynist erfitt að ná til lögmanna og rannsóknar- lögregla og dómarar þurfa að eyða drjúgum tíma til að elta þá uppi. 33

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.