Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 13
er miðað við heimilisfesti hér á landi án tillits til ríkisfangs. Réglan í 2. tl. 1. mgr. er aðeins viðauki við 1. tl., sönnunai'regla sem ætlað er að tryggja, að enginn losni undan sköttum fyrst eftir flutning úr landi. Hafi maður greitt skatta erlendis án þess að hafa fullnægt sönnunarskyldu sinni í tæka tíð skv. 2. tl., getur hann notið góðs af ákvæðum tvísköttunarsamnings eða heimildum 3. mgr. 117. gr. 1. nr. 75/1981 og 2. mgr. 46. gr. 1. nr. 73/1980. Auk heimilisfesti nægir skv. 3. tl. dvöl hér á landi samtals lengur en 183 daga á sama almanaks- ári eða skv. 4. tl. starf í Ioftfari eða skipi skráðu hér á landi, einnig lengur en samtals 183 daga. Full skattskylda eftir 3. og 4. tl. kemur því aðeins til greina, að umræddu tímatakmarki sé náð. Að öðrum kosti ber skattaðili takmarkaða skattskyldu skv. 1. tl. 3. gr. 1. nr. 75/1981. Eins og fram kemur í greinargerð, eru ákvæði 1. gr. um skattskyldu einstaklinga skýrari en ákvæði eldri laga, einkum um mörkin milli fullrar og takmarkaðrar skattskyldu í 3. og 4. tl. og um lengd skattskyldutíma eftir brottför úr landi skv. 2. tl. Ákvæði þessi eru svipuð þeim reglum, sem í gildi eru annars staðar á Norðurlönd- um. Það segir sig sjálft, að þessar rúmu skattskyldureglur leiða oft til þess, að menn verða skattlagðir í fleiri en einu ríki af sömu tekj- um og eignum. I því skyni að afstýra ósanngjarnri tvísköttun af þess- um sökum, eru gerðir tvísköttunarsamningar, sbr. 1. mgr. 117. gr. 1. nr. 75/1981 og 1. mgr. 46. gr. 1. nr. 73/1980. Við ákvörðun á heimilisfesti skal miðað við reglur laga um lög- heimili, eftir því sem við á, sbr. 2. mgr. 1. gr. 1. nr. 75/1981. Komi upp ágreiningur um þetta efni, hefur ríkisskattstjóri úrskurðarvald um, hverjir skuli teljast heimilisfastir hér á landi samkvæmt 1. gr. Úr- skurði ríkisskattstjóra má skjóta til dómstóla að stefndum ríkisskatt- stjóra vegna fjármálaráðherra, sjá einnig athugasemdir við 1. gi'. Samkvæmt 1. gr. 1. nr. 35/1960, um lögheimili, skal sérhver maður, sem dvelst eða ætlar að dveljast á Islandi lengur en 6 mánuði, eiga hér lögheimili. Gildir þetta jafnt um ei'lenda sem íslenzka ríkisborg- ara. Um erlenda ríkisborgara er reglan þó strangari. Ef þeir stunda hér atvinnu, skulu þeir eiga lögheimili á Islandi, þó að dvöl þeirra sé skemmri en 6 mánuðir. Þótt þeir eigi samkvæmt þessu lögheimili á íslandi, teljast þeir ekki heimilisfastir skv. 1. tl. 1. gr. 1. 75/1981 og bera því aðeins takmarkaða skattskyldu skv. 1. tl. 3. gr. laganna, sbr. og c-lið 2. mgr. 1. gr. rgj. nr. 245/1963. Annars gætu heimilis- fastir menn að jafnaði orðið skattskyldir þegar á grundvelli 3. tl. 1. mgi'. 1. gr. 1. nr. 75/1981 um dvöl hér á landi. Skilyrðið um heimilisfesti hefur þó sjálfstætt gildi í þeim tilvikum, er menn dveljast langdvöl- 7

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.