Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 36
Páll Arnór Pálsson hrl.: SAMSKIPTI LÖGMANNA OG RANNSÓKNAR- LÖGREGLU — SKIPUN RÉTTARGÆZLUMANNA OG VERJENDA — SAMSKIPTI DÓMARA VIÐ SÆKJANDA OG VERJANDA 1) Samskipti Iögmanna og rannsóknailögreglu. Eftir breytinguna 1977, þegar Rannsóknarlögreglu ríkisins var falið að annast ýmis verkefni, sem áður voru í höndum rannsóknardómara, má segja að skapast hafi grundvöllur að auknum samskiptum á milli lögmanna og rannsóknarlögreglu. Mér er ekki kunnu'gt um annað en að samskipti þessi hafi gengið nokkuð þokkalega fyrir sig, en þó einkennst af öryggisskorti þar sem staða lögmannsins við handtöku og lögreglurannsóknir hefur ekki verið nægilega skýr. Sem dæmi má nefna, að í 2. mgi’. 86. gr. laga um með- ferð opinberra mála nr. 74/1974 er grunuðum manni veittur réttur til þess að réttargæslumaður sé viðstaddur yfirheyrslur hjá rannsóknar- lögreglu, en þó ekki afdráttarlaus, sbr. orðalagið: „enda þyki það hættulaust vegna rannsóknar málsins. Dómari úrskurðar um þetta atriði, ef ágreiningur verður“. Þessi fyrirvari gerir rétt grunaðs manns svolítið veikan. Hins vegar varð nokkur réttarbót með lögum nr. 53/1979, sem kennd eru við Finn Torfa Stefánsson fyrrv. alþingismann. Vík ég að þeim síðar. Það sem helst getur valdið deilum í samskiptum lögmanna og rannsóknarlögreglu er það, hvort grunaði geti neitað að tjá sig, þar til hann hefur rætt við lögfræðilegan ráðgjafa, hvort grunaði megi tala við réttargæslumann einslega, hvort réttargæslumaður eða verjandi mégi vera viðstaddur skýrslugerð grunaðra eða vitna og svo síðast en ekki síst hvort og hvenær hann fær aðgang að málsskjölum. Það er ekki beinlínis tekið fram í lögum, að handtekinn maður geti neitað að svara spurningum þar til hann hefur fengið lögfræðilega ráð- gjöf, en þó má ætla, að slíkur réttur sé fyrir hendi, ef réttarbót Finns Torfa er túlkuð með rúmri lögskýringu. Skv. henni á handtekinn maður rétt á skipuðum réttargæslumanni þegar eftir handtöku, og ber þeim, er 30

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.