Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 28
um sig eða þyki skýrslur þeirra tortryggilegar, skulu skattayfirvöld á- ætla skiptingu hreinna tekna af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starf- semi. Með þessum ítarlegu reglum er leitazt við að koma í veg fyrir, að hjón geti dreift þessum tekjum á milli sín í þeim tilvikum, er aðeins annað þeirra stendur að rekstrinum, sbr. greinargerð með 63. gr. Um meðferð á tapi af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi fer eftir sömu reglum og gilda um hreinar tekjur. Ákvæði 59. gr. 1. nr. 75/1981 um ákvörðun launa við eigin atvinnu- rekstur með hliðsjón af viðmiðunarreglum ríkisskattstjóra gildir um hjón eins og aðra einstaklinga. Ef skattyfirvöld telja, að endurgjald fyrir starf maka manns eða barns, sbr. 2. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr., sé hærra en makinn eða barnið hefði aflað hjá óskyldum eða ótengdum aðila, skulu þau ákvarða tekjur makans eða barnsins af starfinu, sbr. 2. mgr. 59. gr. Umdeilanlegt getur verið, hvað telst atvinnurekstur eða sjálfstæð starfsemi, en nokkrar leiðbeiningar má sækja til úrskurða ríkisskattanefndar í tíð eldri laga, t.d. úrsk. 755/1973, 1166/1973 og 665/1979. 7) Persónuafsláttur og barnabætur. Bæði persónuafsláttur og barna- bætur koma til frádráttar álögðum gjöldum (reiknuðum skatti). Sá munur er hins vegar á, að barnabætur geta komið til útborgunar, en ónýttur persónuafsláttur ekki. Um persónuafslátt eru ákvæði í 68. gr. 1. nr. 75/1981. Persónuaf- sláttur er sá sami fyrir alla skattskylda einstaklinga, sjá þó um börn 2. mgr. 67. gr. Hjón fá því hvort um sig fullan afslátt. Kemur afslátt- urinn, eins og áður segir, til frádráttar reiknuðum tekjuskatti hvors um sig. Nemi lögákveðinn persónuafsláttur hærri fjárhæð en reikn- aður tekjuskattur, skal ríkissjóður léggja fram fé, sem nemur allt að þeim mun, og skal því ráðstafað fyrir hvern mann til að greiða eignarskatt hans á gjaldárinu, síðan sjúkratryggingagjald hans á gjaldárinu og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu út- svars. Sá persónuafsláttur, sem enn er óráðstafað, fellur niður, nema um sé að ræða óráðstafaðan persónuafslátt annars hjóna, sem skatt- lagt er samkvæmt 63. gr., og skal þá þessi óráðstafaði hluti drágast frá reiknuðum tekjuskatti hins makans. Nemi þannig ákvarðaður persónuafsláttur síðarnefnda makans í heild hærri fjárhæð en reikn- aður tekjuskattur hans, skal ríkissjóður leggja fram fé, sem nemur allt að þeim mun, til greiðslu á eignarskatti hans, sjúkratrygginga- gjaldi og útsvari á gjaldárinu. Ríkissjóður léggur ekki fram fé til greiðslu annarra gjalda né heldur til greiðslu ógoldinna skatta frá fyrri árum. Sá hluti persónuafsláttar, sem þá verður enn óráðstafað, 22

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.