Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 37
handtöku framkvæmir, að skýra honum frá þessum rétti. Ég held, að sá skilningur sé viðurkenndur í praksis, og ég dreg þá ályktun af því sem ég hef séð og heyrt til. Skv. 86. gr. opl. má sökunautur tala við réttargæslumann eða verj- anda einslega, þegar sökunautur er í gæslu, nema dómari hafi sér- stakt tilefni til að telja hættu á, að rannsókn torveldist fyrir það. Með þessu eru sett nokkuð ströng skilyrði fyrir því að banna einsleg sam- töl við réttargæslumann, og Rannsóknarlögregla ríkisins hefur sjaldn- ast verið á móti slíkum viðtölum. Hins vegar hafa fíkniefnalögregla og fíkniefnadómstóllinn verið tortryggin gagnvart einslegum samtölum við réttargæslumann og komið á þeirri verklagsreglu, að sökunautur getur fengið að tala við réttargæslumann einslega, áður en réttargæslu- maðurinn fær að heyra forsendur gæsluvarðhaldsúrskurðar eða kynn- ast málavöxtum, en ekki eftir það. Ég veit ekki betur en þessi afstaða hafi mætt skilningi hjá lögmönnum, þar sem fíkniefnamálin hafa haft nokkra sérstöðu. Smávegis upplýsingar til sökunauts geta þar skipt sköpum. Þá getur verið eins gott fyrir réttargæslumanninn að liggja ekki undir grun um að koma miður heppilegum upplýsingum á fram- færi. Grunaður maður, sem fengið hefur skipaðan réttargæslumann, á rétt á því, að réttargæslumaðurinn sé viðstaddur yfirheyrslur, enda þyki það hættulaust vegna rannsóknar málsins. Dómari úrskurðar um þetta atriði, ef ágreiningur verður. Svo segir í 2. mgr. 86. gr. opl. Þetta er ágætt svo langt sem það nær, en ég er hræddur um, að grun- uðum manni sé ekki alltaf kynntur þessi réttur, og réttargæslumenn eru sjaldnast látnir vita, hvar og hvenær yfirheyrslur fara fram. Mönn- Páll Arnór Pálsson lauk lagaprófi 1974 og hefur verið starfandi lögmaður i Reykjavík síðan. Hann varð hæstaréttarlögmaður 1981. — í grein þeirri, sem hér birtist, ræðir Páll ýmis atriði, er varða samskipti lögmanna og rannsóknar- lögreglumanna og dómara. Getur hann réttar- reglna á þessu sviði og þeirra venja, sem skap- ast hafa. Greinin er byggð á erindi, sem flutt var í Valhöll á Þingvöllum 9. maí 1981. Þar var þá haldin námsstefna um réttarfar á vegum lögmannafélagsins og dómarafélagsins. Hafði greinarhöfundur framsögu um það efni, sem greinin fjallar um, ásamt Hallvarði Einvarðs- syni rannsóknarlögreglustjóra. Frá námsstefn- unni er sagt í TL 2. hefti 1981, bls. 110. 31

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.