Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 43
Þá tóku gestir til máls. Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra flutti ávarp. Hann vék fyrst að laga- frumvörpum, sem flutt hefðu verið að hans frumkvæði á síðasta þingi. Síðan gat ráðherra frumvarpa, sem fyrirhugað væri að leggja fyrir Alþingi á næst- unni. Gerði hann sérstaklega að umræðuefni frumvarp til laga um breytingu á lögum um Hæstarétt, en samkvæmt því yrði dómurum fjölgað í átta og ráð- herra veitt heimild til að setja 2-3 dómara um tiltekinn tíma árin 1982 og 1983. Auk þess gerði frumvarpið ráð fyrir, að ráðinn verði löglærður aðstoð- armaður til réttarins. Fram kom, að afleiðing þessa yrði sú, að lögréttufrum- varpinu yrði vikið til hliðar um sinn. Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri flutti þá ávarp fjármálaráðherra, Ragn- ars Arnalds. Fjallaði mál hans að mestu um samskipti fjármálaráðuneytisins og sýslumanna og bæjarfógeta. Vék hann nokkuð að tölvuvæðingu þeirri, sem verið væri að koma á í embættunum og þeim möguleikum sem þá opn- uðust m.a. fyrir dómstólana. Varaformaður Lögmannafélags íslands Jóhann J. Níelsson hrl. flutti kveðju félags síns og þakkaði gott samstarf. Svend Aage Christensen formaður danska dómarafélagsins bar fram kveðj- ur og árnaðaróskir frá dönskum dómurum. Lýsti hann mikilli ánægju með heimsókn íslenskra dómara til Danmerkur í haust er leið og önnur samskipti við félagsmenn D.i. fyrr og síðar. Hann hvatti eindregið til inngöngu islend- inga í Alþjóðasamtök dómara. Eiginleg aðalfundarstörf fóru fram árdegis föstudaginn 30. október. Flutti formaður skýrslu stjórnar um starfsemina undanfarið ár. Fram kom m.a., að haldnir hefðu verið tveir almennir félagsfundir og í vor hefði félagið gengist fyrir málþingi í Valhöll á Þingvöllum ásamt Lögmannafélagi islands, um sam- skipti lögmanna og dómara við dómgæsluna. Þá skýrði hann nokkuð ítarlega frá náms- og kynnisferð félagsmanna til Danmerkur og Svíþjóðar 1.-10. október í haust, en þar gafst kostur á að kynnast nokkuð dönsku og sænsku réttarfari og starfsemi dómstóla. Var lögð sérstök áhersla á að fylgjast með aðalflutningi mála, vinnubrögðum við yfirheyrslur aðila og vitna, og hversu skipulagi vinnunnar væri háttað og dómstólar búnir að mannafla, húsnæði og tækjakosti ýmiss konar. Þá fjallaði Ármann um tengsl við erlend dómara- félög einkum þau norrænu og vék síðan að umsókn félagsins um aðild að Alþjóðasamtökum dómara. (Þess skal getið hér, að umsóknin var tekin fyrir á aðalfundi nefndra samtaka í Vín 11. nóvember s.l. og samþykkt samhljóða). Skýrsla formanns var mjög ítarleg, en útdráttur hennar lá fjölritaður frammi. Eftir hádegið var fjallað um nýju barnalögin, sem taka gildi 1. janúar 1982. Hafði Ármann Snævarr framsögu. Eftir inngangsorð skýrði hann lögin grein fyrir grein og vakti jafnóðum athygli á helstu nýmælum. Að loknu máli frummælenda tóku ýmsir félagsmenn til máls og komu með fyrirspurnir. Baldur Möller ráðuneytisstjóri tók og þátt í umræðum. í tengslum við aðalfundinn gekkst félagið fyrir námsstefnu á Hótel Loft- leiðum, ásamt Lögfræðingafélagi íslands og Lögmannafélagi íslands, um nýsamþykktar breytingar á einkamálalögum, sem taka gildi um áramótin. Sóttu liðlega 200 lögfræðingar námsstefnuna, sem tókst vel í alla staði. 37

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.