Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 8
Jónatan Þórmundsson prófessor: SKATTSKYLDA EINSTAKLINGA EFNISYFIRLIT I. Hugtakið skattskylda ................................ 2 II. Upphaf og lok skattskyldu............................ 5 III. Aðalreglan um skattskyldu einstaklinga .............. 6 IV. Takmörkuð skattskylda einstaklinga .................. 9 V. Skattlagning á eignum og tekjum bama................ 13 VI. Skattlagning hjóna og sambúðarfólks ................ 16 VII. Skattfrelsi einstaklinga............................ 24 I. Hugtakið skattskylda. 1 I. kafla 1. nr. 75/1981 er fjallað um skattskylda aðila (skattað- ila). Aðalreglan um skattskyldu einstaklinga (manna) er í 1. gr., en um skattskyldu lögaðila í 2. gr. 1 3. gr. eru ákvæði um takmarkaða skattskyldu og í 4. gr. um undanþágur frá skattskyldu (skattfrelsi), og taka þessar greinar bæði til einstaklinga og lögaðila. Lögin hafa að geyma sérstakar re'glur um skattskyldu hjóna, sambúðarfólks og barna. Sú meginregla er lögfest í 5. gr., að hjón séu sjálfstæðir skatt- aðilar hvort um sig. Frá þessari reglu eru þó mikilvæg frávik í mis- munandi samsköttunarformi, sjá nánar 63. og 81. gr. um skattlagn- ingu hjóna og sambúðarfólks. í 6. gr. er aðalreglan um börn. Sé barn innan 16 ára aldurs á tekjuárinu og á framfæri foreldra sinna, telst það ekki sjálfstæður skattaðili og er því samskattað með foreldrun- um, nema það hafi tekjur, er um ræðir í 1. tl. A-liðs 7. gr. (launa- tekjur og hliðstæðar tekjur). Umfjöllun um þessar reglur á heima í þættinum um skattskyldu einstaklinga. Fjallað verður heildstætt í sérstökum köflum um skattlagningu hjóna og sambúðarfólks og um skattlágningu á eignum og tekjum barna. Skattskylduhugtakið í rýmri merkingu tekur bæði til skattstofna (skattskyldra verðmæta) og þeirra aðila, sem skyldir eru að lögum að svara skatti (persónuleg skattskylda).1) Reglur um persónulega 1) f norrænum rétti er stundum talað um objektíva og subjektíva skattskyldu (den objektive og subjektive skattepligt). 2

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.