Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 15
ist maður hins vegar langdvölum erlendis við annars konar vinnu, rofnar heimilisfesti hans hér á landi. Hvorki í 1. nr. 35/1960 né 1. nr. 75/1981 er tekin afstaða til þess beinlínis, hvort maður geti átt lög- heimili eða heimilisfesti í tveimur löndum samtímis, sbr. hins vegar 2. mgr. 1. gr. 1. nr. 35/1960. Þetta er aftur á móti viðurkennt í tví- sköttunarsamningum, sjá 4. gr. í samningi Islands og Danmerkur, sbr. augl. nr. 13/1970. Að lokum skal þess getið, að það er ekki talið raska heimilisfesti manns samkvæmt framansögðu, þótt hann hafi flutzt til einhvers hinna Norðurlandanna samkvæmt samnorrænu flutnings- vottorði, sjá Norðurlandasamning um almannaskráningu, sbr. augl. nr. 2/1969.4) Fyrir þá, sem þrátt fyrir flutningsvottorðið eru skatt- skyldir með hliðsjón af 10. gr. 1. nr. 35/1960, skipta skattareglur helzt máli í sambandi við eignatekjur og barnabætur, sbr. þó 2. mgr. 69. gr. 1. nr. 75/1981. IV. Takmörkuð skattskylda einstakling'a. 1) Um takmarkaða skattskyldu er fjallað heildstætt í 3. gr. 1. nr. 75/1981, en hún kemur m.a. í stað atriða úr 1.-3. mgr. 2. gr., 2. mgr. 5. gr. og 6. gr. eldri skattalaga nr. 68/1971 og laga nr. 22/1956, um skatt- og útsvarsgreiðslur útlendinga, gjaldenda sem eru á förum úr landi o.fl., sbr. 3. mgr. 123. gr. 1. nr. 40/1978 um afnám 1. nr. 22/1956, sbr. 49. gr. 1. nr. 7/1980 og bráðabirgðaákvæði 1. nr. 119/1978. Tak- markaða skattskyldu bera þeir, sem hvorki falla undir ákvæði 1. og 2. gr. um fulla skattskyldu né undir 4. gr. um skattfrelsi, svo sem nánar greinir í 3. gr. Um tekjuskattsútreikning eru ákvæði í 71., sbr. 70. gr. 1. nr. 75/1981, og um eignarskattsútreikning í 84. gr. lag- anna. Ákvæði um greiðsluábyrgð og tryggingu eru í 2., 3. og 7. mgr. 114. gr. 1. nr. 75/1981, og 3. og 6. mgr. 32. gr. 1. nr. 73/1980. Hér á eftir verður einungis rætt um takmarkaða skattskyldu einstaklinga, sem ekki eru heimilisfastir hér á landi. 2) Fyrst skal hér gefið yfirlit yfir meginþætti takmarkaðrar skatt- skyldu einstaklinga. a) Ákvæði 1. tl. 3. gr. 1. nr. 75/1981 tekur við, þar sem 3. og 4. tl. 1. gr. laganna sleppir. Skattskyldan er takmöi'kuð við laun, sem mað- ur nýtur fyrir störf sín hér á landi eða um borð í skipi eða loftfari skráðu hér á landi. Ákvæðið tekur m.a. til útlendinga, sem dveljast hér 183 daga eða skemur og eiga lögheimili hér á landi vegna atvinnu sinnar, sbr. 1. gr. 1. 35/1960. 4) Sjá Ólafur Jóhannesson, Stjórnskipun íslands (2. útg. 1978), bls. 191-192, og Hrd. XLIX, bls. 716, 719. 9

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.