Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 24
þrjár aðferðir að ræða: hreina sérsköttun, samsköttun hjá því hjóna, sem hærri hefur hreinar tekjur skv. A-lið 7. gr. og samsköttun í formi helmingaskiptareglu. Ekki er um neitt val að ræða milli sérsköttunar og samsköttunar. Verður þessum reglum nánar lýst síðar. Því eru tak- mörk sett, að hjón geti borið fyrir sig réglur um skattlagningu lög- aðila með því að stofna til sameignarfélags. Skv. 3. tl. 1. mgr. 2. gr. 1. nr. 75/1981 geta hjón ein sér eða með ófjárráða börnum sínum ekki myndað sameignarfélag, er sé sjálfstæður skattaðili. Þyrfti þó ekki meira til að koma en eitt fjárráða barn þeirra eða einn aðili utan fjöl- skyldunnar. 4) Skilyrði þess, að reglum laganna um skattlagningu hjóna verði beitt, er að hjón séu samvistum, sbr. 63. og 81. gr. Enga skýringu er að finna á þessu skilyrði í lögunum sjálfum né heldur í greinargerð þeirra. Ætla verður, að enn eigi við skýring 1. mgr. 9. gr. rgj. nr. 245/- 1963. Hjón ber því að telja samvistum, þótt þau búi ekki saman, nema þau séu skilin lögskilnaði eða að borði og sæng eða vænta megi, að skilnaður þeirra sé undirbúningur undir lögskilnað eða að þau muni ekki aftur flytja saman. Hjón, sem ekki eru samvistum, skulu skatt- lögð sem tveir einstaklingar, sbr. greinargerð með 5. gr. Hjón bera takmarkaða skattskyldu eftir hjónasköttunarreglunum í þeim tilvikum, er þau fullnægja samvistaskilyrðinu aðeins hluta úr ári vegna hjúskaparstofnunar, hjúskaparslita, annarra samvistaslita eða vegna andláts annars hjóna, sbr. 1. mgr. 64. gr. 1. nr. 75/1981. Tímamörk eru miðuð við þann dag, er til hjúskapar var stofnað, skiln- aður eða samvistaslit fóru fram eða maki andaðist. Tekjur þann tíma árs, er skilyrðið var ekki uppfyllt, skal telja fram hjá þeim, er þær hafði, sem einstaklingi, og skattleggja þær samkvæmt því. Um út- reikning tekjuskatts og ónýtts persónuafsláttar fer þá eftir ákvæðum 2. mgr. 70. gr. Þeim, sem gengið hafa í hjúskap á árinu, er þó jafnan heimilt að telja fram allar tekjur sínar á árinu sem hjón í samræmi við 63. gr., og fer þá um álagningu tekjuskatts og ákvörðun ónýtts persónuafsláttar samkvæmt því. Á sama hátt er eftirlifandi maka heimilt að telja fram allar tekjur sínar og hins látna maka á dánar- ári hans samkvæmt ákvæðum 63. gr. Loks er svo heimild, er gengur í öfuga átt. Hjónum, sem slíta hjúskap eða samvistum á árinu, er heimilt að telja fram allar tekjur sínar á því ári sitt í hvoru lagi. Um skiptingu barnabóta er ákvæði í 3. mgr. 64. gr. Undantekning er gerð frá reglunum um skattlagningu hjóna, ef svo er ástatt hjá hjónum, að annaðhvort þeirra er skattskylt að fullu hér á landi, en hitt ekki vegna ákvæða í samningum Islands við önn- 18

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.