Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 18
1. nr. 75/1981, heldur fremur undir 3. tl. 3. gr. sem tekjur af starfsemi, sem rekin er hér á landi. Svo getur borið við, að íslenzkur ríkisborg- ari, sem á fasteign hér á landi, flytjist úr landi og gerist ríkisborgari í öðru landi, en glati íslenzku ríkisfangi. Mun hann þá þurfa leyfi ráð- herra til þess að eiga áfram fasteign eða fasteignaréttindi hér á landi, sbr. 8. gr. 1. nr. 19/1966. d) 1 6. tl. 3. gr. er fjallað um tekjur hér á landi af leigu, afnotum eða rétti til hagnýtingar á lausafé (skipum, flugvélum), einkaleyf- um, sbr. 1. nr. 12/1923, og hvers konar réttindum eða sérþekkingu (höfundarétti, útgáfurétti). e) Arður af íslenzkum hlutabréfum, stofnbréfum eða öðrum rétt- indum til hlutdeildar í hagnaði eða af rekstri íslenzkra fyrirtækja er skattskyldur skv. 7. tl. 3. gr. Til arðs ber að telja ágóðahlut stjórn- enda eða fulltrúa og hvers konar aðra úthlutun, sem félög eða fyrir- tæki inna af hendi til hluthafa sinna eða félagsmanna, sbr. 3. tl. A 1. mgr. 3. gr. rgj. nr. 245/1963. Um arð af hlutum og hlutabréfum í hlutafélögum og öðrum félögum með takmarkaðri ábyrgð félagsað- ila, sjá enn fremur skýringar í 1. mgr. 9. gr. 1. 75/1981. Hér skal vik- ið að eina stórfyrirtækinu á Islandi, sem að verulegu leyti er erlend eign, ÍSAL. Einstaklingar, íslenzkir eða erlendir, mega ekki vera skráðir hluthafar, nema leyfi ríkisstjórnarinnar komi til, sjá 1. nr. 76/1966, sbr. 1. nr. 19/1970, og samning milli ríkisstjórnar Islands og Swiss Aluminium Ltd., 22. gr.5) Þeir, sem fá leyfi til að eiga hlutabréf í álfélaginu og eru heimilisfastir erlendis, verða að greiða tekjuskatt af arði þrátt fyrir sérákvæði um skattgreiðslur félagsins sjálfs, sbr. VI. kafla samningsins. f) I 8. tl. 3. gr. er kveðið svo á, að erlendir sendiherrar, sendiræðis- menn og erlendir starfsmenn sendisveita annarra ríkja hér á landi og aðrir, sem úrlendisréttar njóta, skuli greiða tekjuskatt af tekjum, sem þeir njóta frá innlendum aðilum (launatekjum) og af tekjum, sem um er rætt í 4.-7. tl. 3. gr. Af öðrum tekjum greiða þeir ekki tekju- skatt, sbr. 7. tl. 4. gr. 1. nr. 75/1981 og 1. nr. 16/1971, um aðild íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband, sbr. 23., 34. og 37. gr. samningsins, svo og 1. nr. 4/1978, um aðild Islands að alþjóðasamn- ingi um ræðissamband, sbr. 32., 49., 60. og 66. gr. samningsins. Rétt er að taka fram, að íslenzkir ríkisborgarar, er gegna sams konar störfum erlendis og njóta þar úrlendisréttar, bera fulla skattskyldu skv. 1. gr. 1. 5) Ekki er alveg víst, að einstaklingar geti orðið hluthafar í álfélaginu, sbr. g-lið 1.01. 1. gr. samningsins, sbr. hins vegar ráðagerð í 23. gr. 12

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.