Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 45
5. Samning úrskurða og dóma. Framsögu um þetta efni hafði Friðgeir Björnsson borgardómari í Reykjavík. 6. MeSferð mála í Danmörku og Svíþjóð. Ármann Snævarr hæstaréttardómari flutti erindi um meðferð mála í Dan- mörku og Svíþjóð. Sagði hann frá ferð dómara, sem Dómarafélag íslands efndi til á liðnu hausti til Danmerkur og Svíþjóðar. Rannsökuðu þeir sér- staklega aðalmeðferð máls vegna fyrirhugaðra breytinga á einkamálalög- gjöfinni með lögum nr. 28, 1981. 7. Álit starfshópa sýslumanna, dómara og lögmanna. a. Jón Finnsson hrl. talaði fyrir lögmönnum. Lýsti hann í heild ánægju sinni með breytingarnar með fyrirvara um málflutning, 22. gr. laganna og aðal- flutning. b. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari í Keflavík talaði fyrir starfshópi dómara. Starfshópinn skipuðu auk hans Ólafur St. Sigurðsson héraðsdómari í Kópavogi og Garðar Gíslason borgardómari í Reykjavík. Að mati hópsins eru breytingarnar í heild jákvæðar. c. Friðjón Guðröðarson sýslumaður Austur-Skaftafellssýslu sagði sýslumenn fagna breytingarlögunum, en taldi að bæta þyrfti aðbúnað dómstóla, eink- um úti á landi, svo að skammlaust mætti kallast. Að loknum framsöguerindum hófust almennar umræður. Þessir tóku til máls: Ragnar Aðalsteinsson hrl., Már Pétursson héraðsdómari, Árni Halldórs- son hrl., Steingrímur Gautur Kristjánsson settur borgardómari, Haraldur Blöndal hdl. og Hjörtur Torfason hrl. Kl. 17:00 var umræðum frestað til næsta dags að lokinni dagskrá. II. FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1981. Námsstefnu var fram haldið næsta dag, og hófst hún samkvæmt auglýstri dagskrá með aðalflutningi raunverulegs máls. Dómari: Guðmundur Jónsson borgardómari. Lögmenn: Gunnar M. Guðmundsson hrl., og Hákon Árnason hrl. Að lokum fóru fram panelumræður. í panel sátu Hrafn Bragason borgar- dómari, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Stefán Már Stefánsson prófessor og Valtýr Sigurðsson héraðsdómari. Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari og Gunnar M. Guðmundsson hrl. svöruðu spurningum. Lokaorð námsstefnunnar flutti Ármann Snævarr hæstaréttardómari fyrir hönd forráðamanna félaganna þriggja, sem að námsstefnunni stóðu. Þakkaði hann þátttöku, undirbúning og framkvæmd. Þessum þætti námsstefnunnar lauk kl. rúmlega 17:00. Hófst þá hinn óform- legi þáttur hennar með nokkuð almennri en mislíflegri þátttöku. Valgarður Sigurðsson. 39

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.