Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 40
Til að koma í veg fyrir slík vandræði er nú á vegum Lögmannafélags- ins unnið að því að koma upp vaktafyrirkomulagi meðal lögmanna, þannig að alltaf sé tiltækur lögmaður til réttargæslustarfa, ef ekki næst til þess, sem sökunautur óskar eftir. Þetta hefur verið nokkuð lengi í burðarliðnum, en verður vonandi komið á innan skamms.1) Með slíku vaktafyrirkomulagi ætti að vera auðvelt að fá réttargæslumenn með skömmum fyrirvara til nýhandtekinna manna og bæta þannig réttarstöðu þeirra. Þegar sökunautur getur ekki bent á tiltekinn lög- mann sem verjanda, velur dómarinn lögmann. Sú hætta er vitanlega fyrir hendi, að dómarinn skipi einhvern sér hliðhollan og auðsveipan, en við verðum að gera ráð fyrir, að dómarinn gæti hlutleysis síns og verjandinn skyldna sinna. Ég verð að segja að mér þykir nokkuð á skorta, að skipun réttar- gæslumanns sé í praksis með þeim hætti, sem lög nr. 74/1974 með áorðnum breytingum gera ráð fyrir. I nokkrum tilvikum kalla lög- reglumenn á lögmann eftir ósk handtekins manns, og fer þá engin skipun fram heldur í mesta lagi eftirásamþykki dómara. Og það er undarléga sjaldan, sem lögmenn eru kvaddir til vegna handtöku manns. Slíkum tilfellum hefði átt að fjölga verulega eftir gildistöku laga nr. 53/1979, en þeir kollegar, sem ég hef talað við, hafa ekki orðið varir við það. Hafa menn því vissar grunsemdir í þá átt, að handteknum mönn- um sé ekki skýrt frá rétti sínum til að fá skipaðan réttargæslumann. Ég held því fram, að skipun réttargæslumanns sé oft á tíðum seint á ferðinni. Það kemur til dæmis þráfaldlega fyrir, að hringt er í lög- mann rétt í þann mund er á að fara að kveða upp gæsluvarðhalds- úrskurð eða þegar nýbúið er að því. Með þessu móti fær dómari ein- hliða lýsingu frá rannsóknarlögreglu og sökunautur fær ekkert tæki- færi til að fjalla um gæsluvarðhaldskröfu. Til að draga úr misréttinu mætti dómari ganga úr skugga um það, að réttargæslumaður verði settur inn í málið um leið og gæsluvarðhaldskrafa kemur fram. Um skipun verjanda eftir að ákært hefur verið er lítið annað að segja. Slík skipun fer oftast snurðulaust fram við þingfestingu máls eins og lög gera ráð fyrir. Upp geta þó komið ýmis vandamál, t.d. ef sökunautur vill losa sig við verjanda og fá annan, en um það verður ekki fjölyrt hér. .3) Samskipti dómara við sækjanda og verjanda. Um samskipti dómara við sækjanda og verjanda er það að segja, 1) Vaktafyrirkomulag var tekið upp sumarið 1981. 34

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.