Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 41
að þau virðast vera með ágætum og samvinna góð, enda í flestum tilfellum um prúðmenni að ræða. Skortur á góðum samskiptum kemur helst í ljós í sambandi við gæs’uvarðhaldsúrskurði. Við þær aðstæður eru sumir dómarar nokkuð seinir til, jafnvel tortryggnir í garð réttar- gæslumanns og tregir til að sýna málsskjöl. Slíkt laumuspil er ósköp hvimleitt og aðeins til þess fallið að auka á efasemdir sökunauts og réttargæslumanns um réttmæti úrskurðar og eykur líkur fyrir því að úrskurður verði kærður til Hæstaréttar. Og málið getur farið út í öfgar: lögmaðurinn kærir til þess að geta kynnt sér málsskjöl. Því hefur verið haldið fram af sumum dómurum, að réttargæslumenn eigi ekkert að kynna sér málavexti svo náið, er maður er í gæsluvarð- haldi; hann eigi aðeins að leiðbeina manninum og gæta réttar hans gagnvart lögreglu og dómstól þá stundina. Ég tel þetta ekki rétta hugsun. Málavextir, rannsókn og gæsluvarðhaldsvist er samtvinnað, og heilmikill prósess er í gangi, sem endar með því, að maðurinn er látinn laus. Á meðan hann er sviptur frelsi, er nauðsynlegt, að ein- hver fylgist með rannsókninni fyrir hans hönd og gæti þess, að rétt sé að málum staðið í hvívetna. Ég vil t.d. benda á, hversu nauðsyn- legt það var fyrir fjórmenningana, sem sátu án sannaðra saka í gæslu- varðhaldi í Geirfinnsmálinu að hafa réttargæslumenn, sem fengu að fylgjast með rannsókn. Um samskipti dómara við sækjanda hef ég að sjálfsögðu lítið að segja. Aðeins má minnast á það, að sækjandi hefur mun minni afskipti af málum eftir ákæru en verjandi og í praksis eru afskiptin ekki í nokkrum takt við 134. gr. laga nr. 74/1974 eins og flestum mun kunnugt. Samskipti dómara við verjanda eftir þingfestingu máls eru oft mik- il. Tilkynna þarf verjanda um skipun, afhenda málsgögn, hafa sam- vinnu um fyrirtektir og ákveða hvenær vörn skuli skilað eða mál flutt. Það er sjálfsögð regla að hafa góðan fyrirvara á því, hvenær vitna- leiðslur fara fram, en ég hef nokkrum sinnum orðið fyrir því að fá boðun með svo skömmum fyrirvara, að mæting var útilokuð. Eitt atriði er svo hollt að drepa á hér að síðustu, en það er birting dóma. Sá háttur hefur viðgengist hjá sumum sakadómurum að láta sakborninga, sem hafa engan verjanda, samþykkja, að tiltekinn lög- maður taki við birtingu dóms og ákveði um áfrýjun. Lögmaðurinn fær, án þess að ráðgast sé við hann, á sig ábyrgð og skyldur, og mjög oft skammir, ef honum tekst ekki að koma dómnum til skila áður en dómþoli er handtekinn til afplánunar dómsins. 35

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.