Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 38
um finnst kannski óþarfi, að réttargæslumenn sitji við tímafrekar yfir- heyrslur, og í flestum tilfellum er engin þörf á því, en í einstaka til- fellum gætu brýnir réttarhagsmunir grunaða krafist þess. Ég tel til dæmis æskilegt, að réttargæslumenn séu viðstaddir samprófanir, þegar mikið ber á milli. Sumir kollegar kvarta undan því, að erfiðlega gangi að fá afrit af skýrslum og skjölum í málum sem eru til rannsóknar hjá rannsóknar- lögreglu. I mörgum tilfellum neitar rannsóknarlögregla að afhenda skjöl, fyrr en ríkissaksóknari hefur fengið þau og tjáð sig um fram- hald málsins. 1 þessu felst nokkur réttarskerðing fyrir hlutaðeigandi skjólstæðing, hvort sem hann er kærandi eða kærði. Við verðum að horfa til þess, að öll meginrannsókn brotamála fer fram hjá rannsóknar- lögreglu, og stundum fer engin frekari rannsókn fram, t.d. ef ríkis- saksóknari gefur ekki út ákæru. Það er því bráðnauðsynlegt fyrir lög- mann aðila að fá strax í upphafi að fylgjast með og kynna sér máls- gögn, hvað er verið að rannsaka og í hvaða farveg mál er að fara, hann gæti e.t.v. komið að upplýsingum eða sjónarmiðum sem skipta máli. Samskipti lögmanna og rannsóknarlögreglumanna geta komist á viðkvæmt stig, t.d. þegar handtekinn maður eða gæslufangi kvartar undan athæfi lögreglumannanna. Slíkar kvartanir koma stundum og það er helst, að lögreglumenn hóti hinum handtekna gæsluvarðhaldi, ef hann játi ekki strax, að hann fái ekki að ræða við lögmann eða láta venslamenn vita af sér og svo að lögreglumenn beiti blekkingum og ósannsögli til að ná fram skýrslum sem ella hefðu aldrei verið gefnar. Hér er oft um ýkjur að tefla, menn eru mjög viðkvæmir og sumir eru allt að því með ofsóknarbrjálæði og enn aðrir hanga í slíkum kvörtun- um til að beina athyglinni frá sakargiftum. Ég veit ekki betur en lög- menn geri lítið af því að gleypa hráar slíkar kvartanir heldur reyni þeir að kynna sér málið frá báðum hliðum eftir föngum. En það er erfitt um vik með sönnun í slíku máli, þegar lögreglumaður, sem hefur verið einn með grunuðum manni, þvertekur fyrir að hafa haft í frammi það athæfi sem kvartað er undan. Oft eru lögmenn að vinna fyrir kærendur í opinberum málum, og ber þá stundum á góma, hvort kærutilefni sé refsilagabrot sem eigi að rannsaka eða ekki. Ég hef heyrt af því, að lögmenn séu að kæra alls kyns óþarfa til Rannsóknarlögreglu ríkisins og láta hana rannsaka mál, sem heyra undir einkamáladómstóla. Réttast væri af rannsóknar- lögreglu að neita slíkum beiðnum með rökstuðningi, ef hún telur ekki grundvöll fyrir rannsókn. Að vísu er oft erfitt um vik, t.d. með svika- 32

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.