Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 12
stofni eftir mati skattstjóra eða ríkisskattstjóra, sjá 1. og 7. tl. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 66. gr., sjá einnig 4. og 5. mgr. 23. gr. og 1. mgr. 27. gr. 1. nr. 73/1980. Með 20. gr. 1. nr. 25/1981 var upphafi 66. gr. breytt þannig, að skattstjóri skal nú taka til greina umsóknir um lækkun. Lækkunarástæður þær, sem taldar eru upp í ákvæðinu, eru hins vegar háðar mati skattstjóra hverju sinni. 1 breytingunni felst því einkum áherzlumunur af hálfu löggjafans. 1 2. mgr. 80. gr., sem lögfest var með 23. gr. 1. nr. 25/1981, er hins vegar notazt við heimildarformið. Skattskyldu lýkur við lát skattþegns. Ef hinn látni hefur verið í hjúskap, á eftirlifandi maki þess kost að velja um, hvort hann telur fram allar tekjur sínar og hins látna á andlátsári hans í samræmi við ákvæði 63. gr. eða lætur skattleggja sig sem einstakling frá dánar- degi makans að telja, sbr. 1. mgr. 64. gr. 1. nr. 75/1981, sbr. 6. mgr. 23. gr. 1. nr. 73/1980. Dánarbú, sem eru undir skiptum, eru skattlögð sem lögaðilar. Gildir það jafnt hvort sem dánarbúi er skipt einkaskiptum eða opinberum skiptum, sjá 5. tl. 1. mgr. 2. gr., sbr. 2. mgr. 91. gr. 1. nr. 75/1981. III. Aðalreglan um skattskyldu einstaklinga. Skylda til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum, hvar sem þeirra er aflað, og eignarskatt af öllum eignum, hvar sem þær eru, hvílir á einstaklingum, sem eru í tengslum við íslenzka ríkið með ferns konar móti, sbr. 1. gr. 1. nr. 75/1981: 1) Þeim, sem heimilisfastir eru hér á landi. 2) Þeim, sem heimilisfastir hafa verið hér á landi, en flutt úr landi og fellt hafa niður heimilisfesti hér, nema þeir sanni, að þeir séu skattskyldir í öðru ríki á sama hátt og menn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þeim skattskyldum sínum. Skattskylda þessi gildir þó aðeins í 3 ár frá næstu áramótum eftir brottflutnings- dag. 3) Þeim, sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sama almanaksári, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs eða þess háttar. 4) Þeim, sem eigi falla undir ákvæði 1.-3. tl. 1. mgr., en starfa sam- tals lengur en 183 daga á sama almanaksári, þar með talin eðli- leg fjarvera frá starfi vegna orlofs og þess háttar, um borð í loft- fari eða skipi, sem skráð er hér á landi, sbr. 4. tl. ákvæðisins. Af ofangreindu er Ijóst, að ákvæðin um tengsl skattaðila við ríkið eru mjög rúm. Þar er ekki látið nægja t.d. ríkisfang. Fyrst og fremst 6

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.