Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Side 20

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2009, Side 20
Verum bumbulínur - Ijósmœður í jóga undir leiðsögn Auðar Bjarnadóttur frá Lótus jógasetri. b. Ljósmæður gætu verið á skrá og sæi miðstöðin um að frnna heimaþjónustuljósmæður. Skipt niður í orlof o.fl. c. Gæti auðveldað gæðaeftirlit með þjónustunni - hægt væri að hafa nefnd innan fyrirtækisins sem stuðlar að símenntun, tekur á kvörtunum o.fl. en það kom fram í umræðunum að slíkan vettvang vantaði. d. Gæti verið símavakt allan sólar- hringinn. 5. Samfelld þjónusta er mikilvæg fyrir alls konar hópa kvenna og fjöl- skyldna. Með auknu sjálfstæði ætti að vera auðveldara fyrir ljósmæður að veita samfellda þjónustu. 6. Fræðsla og upplýsingagjöf til foreldra. Hvernig fræðsla er veitt, hver veitir hana og hvenær er best að fræða? Einstaklingsfræðsla eða hópfræðsla - eru námskeiðin að skila árangri? Það skiptir máli hvernig við veitum upplýsingar til verðandi foreldra. 7. Markaðssetning á hugmyndafræði ljósmæðra um bameignarferlið — áhersla á það eðlilega. a. Grunnur t.d. lagður í uppvexti bama og unglinga. Ljósmæður ættu að skapa sér tækifæri til að hafa áhrif í grunnskólum þar sem viðhorf komandi kynslóða eru að mótast. Gæti verið spurn- ing um að koma með innlegg inn í lífsleikninámskeið og/eða hluta af kynfræðslu. b. Koma áherslum okkar hug- myndafræði betur til samfélags- ins. Skrifa greinar í blöðin, nota vefmiðla (blogg, Facebook) og aðra fjölmiðla. Þemamánuðir/ misseri - taka 3ja til 4 mánaða þematímabil þar sem lögð er áhersla á ákveðið efni ljós- mæðra/barneignarþjónustu. Mætti byrja á að skipta eftir grunnþjónustu t.d. meðganga, fæðing, sængurlega. Skipting gæti verið t.d. fæðing: jan/feb/ mars - sængurlega: maí/júní/ júlí - meðganga: sept/okt/nóv. Akveðinn hópur ljósmæðra sér um hvert tímabil, hægt að velja árið fyrirfram. Skrifa stuttar greinar, ekki endilega ífæði- legar, heldur upplýsandi og hvetjandi. Minna á okkur hjá ijölmiðlum fýrir þætti eins og ísland í dag, Kastljós og helg- arútgáfu dagblaðanna þar sem oft eru þemu tengd daglegu lífí og lífsstíl. Pressan.is o.fl. slíkir miðlar - væri hægt að koma þar að föstum penna t.d. einu sinni í viku skrifar ljósmóðir? Mikil- vægt að ljósmæður fari í hópa sem taka að sér ákveðin málefni. Það þarf ekki fínna upp neitt nýtt - heldur segja ífá því sem við kunnum og þekkjum. 8. Ahrif kvenna og karla: a. Spurning hvort rétt sé að konur hafí val um epidural og keis- ara. Hugmyndir komu fram um að þær greiði sjálfar íyrir slík inngrip ef þau eru ekki ráðlögð af fagaðila. b. Fæðingasögur ffá konum til að birta á ljosmodir.is (ekki draumasögur, ekki hryllingssögur - heldur uppbyggilegar sögur) 9. Ljósmæður verða að líta í eigin barm og skoða viðhorf innan stétt- arinnar. Leggja verður áherslu á stuðning og samstöðu, hætta að tala um við og þið (LSH og lands- byggðin t.d.) heldur segja við ljós- mæður á Islandi.... 10. Ljósmæður verða að taka virkan þátt í pólitík - komast þannig inn í umræðuna þar sem ákvarðanir eru teknar - hafa áhrif á stjómvöld. 11. Kostnaðargreining - t.d. á heimafæðingum og heimaþjónustu í sængurlegu ætti að vekja athygli á að þjónusta ljósmæðra er hagkvæm. Þannig er hægt að færa rök fýrir sjálfstæðri starfsemi á vegum ljós- mæðra. Ráðstefnugestir virtust vera einhuga um það að brýnt sé að standa vörð um bameignarþjónustuna í landinu sérstaklega nú þegar við blasir niður- skurður í öllu okkar samfélagi. Það em breyttar aðstæður í þjóðfélaginu öllu og líklega óhjákvæmilegt að einhverjar breytingar verði í barneignarþjónustunni á landsvísu. Það er brýnt að ljósmæður, í krafti fagþekkingar sinnar og reynslu, hafí áhrif á ákvarðanatöku um mótun bameignarþjónustunnar. Valgerður Lísa Sigurðardóttir formaður ráðstefnunefndar. 20 Ljósmæðrablaðið - Sumar 2009

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.