Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 45

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 45
Vit og vitleysa 43 sem öðru líður vilja þeir komast áfram, hljóta viðurkenningu, fá virtar stöður og titla eins og eðlilega metnaðarfullt fólk í öllum starfsstéttum. En að því gefnu að fáir þeirra eru, eðli hlutanna samkvæmt, skapandi hugsuðir sem hafa eitthvað markvert fram að færa, hvernig verður þessu þá komið í kring? Það er hér sem hinn síðari hinna tveggja þróunarstrauma sem renna saman og Schopenhauer benti á kemur til sögunnar. Schopenhauer hallaðist að þeirri skoð- un að Kant væri mestur allra heimspekinga, að Platoni hugsanlega undanskildum. En heimspeki Kants er svo torskilin að varla nokkur maður skilur hana við fyrsta lestur. Þetta varð til þess að greindir samtímalesendur hans í Þýskalandi, og kyn- slóðarinnar sem fylgdi, fóru að viðurkenna í fyrsta sinn að heimspekiverk kynni að vera þeim óskiljanlegt en væri engu að síður raunverulega djúphugsað, og gætu þeir ekki skilið það væri ekki við höfundinn að sakast heldur þá sjálfa. Þessar nýju aðstæður buðu ófyrirleitnum háskólamanni upp á ákveðna tvöfeldni: Hann gat skrifað í gervi-kantískum stíl sem yrði, ef textinn væri nægilega óskiljanlegur, viðurkenndur sem djúphugsaður af þeirri ástæðu, en vandlega ræktaður óskýrleiki höfundar mundi leyna fyrir lesendum hans þeirri staðreynd að innihaldið var rýrt. Fyrsti einstaklingurinn sem áttaði sig á þessum möguleika var, samkvæmt Schop- enhauer, Fichte sem skrifaði heimspekiverk - fyrsta verk hans - undir heitinu Gagnrýni allrar opinberunar og gaf það út án höfúndarnafns hjá útgefanda Kants árið 1792. Vegna stílsins, efnisins, titilsins, ártalsins, útgefandans og nafnleysis höfúndar var bókin ranglega talin fjórða Gagnrýni Kants og fagnað samkvæmt því. Þegar upplýst var að Fichte væri höfúndurinn varð hann frægur á svipstundu - og krækti þá í prófessorsstöðuna í heimspeki við háskólann í Jena. Þetta vísaði veginn seinni kynslóðum sem vildu vera háskólamenn. Schopenhauer lýsti þróuninni sem þannig hófst: „Fichte var fyrstur til að skilja og notfæra sér þessi forréttindi; Schelling jafnaðist að minnsta kosti á við hann í þessu og herskari hungraðra blekbuUara sem skorti vitsmuni eða heiðarleika tók þeim báðum fram innan tíðar. En mesta óskammfeilnin í að framreiða einberan þvætting, í að pára saman merk- ingarlausan og ærandi orðavef, á borð við þann sem áður hafði aðeins heyrst á vitfirringahælum, birtist að lokum hjá Hegel.“ Þessir heimspekingar voru vissulega að gera það sem Schopenhauer sagði að þeir væru að gera: að skrifa í véfréttarstíl sem líkist töfraþulu til að bergnema lesendur sína svo að þeir héldu að hið einfalda væri erfitt. En að mínum dómi voru þeir góðir og gildir heimspekingar sem höfðu eitthvað að segja en sögðu það á þennan sláandi óheiðarlega hátt. Það voru allir hinir í stéttinni sem skrifúðu á sama hátt en höfðu ekkert að segja sem fyllilega verðskulda harðar átölur Schopen- hauers. Við ættum aldrei að ganga út frá því að vegna þess að einhver beitir brögðum loddara þá geti hann ekki einnig haft ósvikna hæfileika. Það eru þó nokkur starfs- svið þar sem ekki er óalgengt að sjá þetta tvennt fara saman: starf leikara, starf hljómsveitarstjóra, ef til vil listirnar yfirhöfuð; forysta í stjórnmálum - reyndar leiðtogar á öllum athafnasviðum. Eg lít á Fchte, Schelling og Hegel sem menn af þessari gerð. Fichte kom reyndar upp um sig einu sinni á starfsferli sínum. Hann missti starfið við háskólann í Jena og hélt að hann mundi þurfa að vinna fyrir sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.