Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 176

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 176
174 Hjörleifur Finnsson og Davt'ð Kristinsson Þótt Þresti finnist greinilega nóg um hamaganginn í skrifum Kristjáns og þyki hann ekki hafa verið „málefnalegur í gagnrýni sinni“ segir hann að fagna beri greinunum: „Hér á landi hefur nánast engin umræða verið um póstmódemismann og þessi skrif því löngu tímabær“. Eg er ósammála. Málefnaleg gagnrýni hefði verið til góðs en greinaflokkur Kristjáns er of hlaðinn af hleypidómum og innihaldslausum rangfærslum til þess að geta orðið uppspretta merkingarbærrar umræðu [...].88 I þessum skoðanaágreiningi má greina ólík viðmið hópanna tveggja. Fræðimenn fordæma skrif sem eru ómálefnaleg, fordómafull, innihalda rangfærslur, byggja á takmarkaðri þekkingu, gera andstæðinga að hálfgerðum trúðum, einkennast af hugsunarleti o.s.frv. Jafnvel þótt menntamenn í menningargeiranum hafi, í krafti menntunar sinnar, tileinkað sér sömu fræðilegu mælikvarða víkja þeir að einhverju leyti frá þeim þar sem blaðamennska og bókaútgáfa lúta sölulögmálum í sterkari mæli en háskólasamfélagið. I ljósi þessa er skiljanlegt að greinaflokkar eða bækur sem eru á allra vörum, t.d. greinaflokkur Kristjáns Kristjánssonar og Bréf tilMaríu, séu draumur sérhvers ritstjóra menningarblaðs eða bókaútgefenda. Þeir vita að það eykur söluna ef stíllinn er litríkur, innihaldið skemmtilegt, stuðandi og fullt af háði og spotti. Vitandi þetta - og ekki má gleyma því að ritstjóri vikurits hefur margfalt minni tíma til ritstjórnarvinnu en ritstjóri fræðitímarits - hneigjast þeir til að hleypa textum í gegn sem ritstjórar og ritrýnar fræðatímarita hefðu aldrei sam- þykkt. Þetta kann að vera ein ástæða þess að fræðimenn birta ekki oftar en raun ber vitni efni á þessum vettvangi.*9 88 Guðni Elísson,„Dordingull hékkég í læblöndnu lofti“, Timarit Mdls og menningar 59.1 (1998), s. 81-98, hér s. 97. 89 Fræðimenn fá minni umbun fyrir skrif á slíkum vettvangi í samanburði við efni sem þeir birta í ritrýndum fræðitímaritum. Auk þess eiga þeir á hættu að aðrir fræðimenn gagnrýni skrif, sem ætluð eru víðari lesendahóp en fræðasamfélaginu, fyrir að vera „yfirborðsleg". I því lenti Kristján Kristjánsson þegar hann stundaði um skeið „nokkurs konar heimspekilega blaðamennsku í alþýðlegum en ögrandi stíl“ (M 10) og tók sökum tímaleysis „það til bragðs að leggja ,alvöru‘ heimspekina til hliðar en velja mér eingöngu til lestrar bækur sem ekki útheimtu jafnmikla einbeitingu" (M 228). I kjölfarið fékk hann að heyra að „þau væru ekki agnarögn frumleg heldur útdráttur úr verkum annarra“ (M 241) og kom þessi gagnrýni hon- um ekki á óvart: „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði ekki í upphafi langa, fræðilega ritgerð um póstmódernisma fyrir Timarit Má/s og menningar eða Skírni var að mér þótti ég ekki hafa neitt nógu frumlegt um hann að segja. Ein fötlun mín er hins vegar sú að hafa óslökkvandi löngun til að uppfræða almenning um það sem er að gerast í fræðaheiminum" (M 241-242). Kristján kannast með öðrum orðum við það „að hafa ekki valið að skrifa þurra og fræðilega ritgerð um póstmódernisma í heldri tímarit heldur hvatskeytlegan og ögrandi greinaflokk í dagblað." (M 230) Vettvangurinn sem Kristján valdi sér gerði honum kleift að tjá andúð sína á póstmódernisma með óheftari hætti: „Ég hefði naumast reynt að kveða Foucault, Derrida og félaga í kútinn í örfáum línum í lærðri ritgerð í Skirni eða Tímariti Máls og menningar, þó að lokaniðurstaðan hefði ugglaust orðið svipuð.“ (M 230) Vettvangur Lesbókar Morgunblabs- ins gerði Kristjáni með öðrum orðum kleift að fylgja lausbeislaður þeirri sannfæringu sinni að „maður eigi að hafa gaman af hirðfíflum en ekki að rökræða við þau.“ (M 231) Þar sem menntamenn í menningargeiranum hafa fremur neikvæða afstöðu til hins þurra ogyfirvegaða en jákvæða afstöðu til leiftrandi stíls og ögrandi (söluvænlegra) skrifa bjóða þeir, ólíkt há- skólasamfélaginu, fræðimönnum vettvang til að tjá óhefta andúð sína á skrifúm annarra fræðimanna. Jón Ólafsson („Og forða oss frá illu...“, Hugur 16 (2004), s. 243-255, hér s. 248) taldi „heimspekileg markmið Kristjáns með þessum skrifum einmitt sambærileg við markmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.