Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 70

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 70
68 Jón A. Kalmansson að við erum skynsamar verur og verðskuldum þess vegna skilyrðislausa virðingu og jafnvel lotningu. Eins og Diamond bendir á höfðar Kant ríkulega til ímynd- unarafls okkar í þessari viðleitni sinni.44 Hann gefiir okkur skýringu, segir okkur sögu, um það hver við erum, hvað skynsemin er, og hvernig við tilheyrum tveimur heimum, raunheimi og heimi fyrirbæranna. Markmið hans er að fá okkur til að bera kennsl á ómetanlegt gildi okkar sem skynsemisvera og að við gerum okkur grein fyrir því að tilvist skynseminnar leggur okkar á herðar ófrávíkjanlegar kvaðir, skilyrðislausar skyldur við allar skynsemisverur. Þessi hlið á siðfræði Kants er einn veigamesti kostur hennar og á stóran þátt í að gera Kant að einum mikilvægasta hugsuði allra tíma. En um leið felst mikill ókostur í áherslu Kants á skynsemina og hugmynd hans um það hvað skynsemin er. Með því að gera skynsemina eins og hann skilur hana að því eina sem gefur manninum óviðjafnanlegt gildi býður Kant heim hættunni á siðferðilegri þröngsýni og tornæmi.45 Mistök Kants eru ekki þau að vera eins djúpt snortinn og raun ber vitni af skynsemiseðli mannsins og af ómæli og tign alheimsins.46 Þau eru fremur í því fólgin að stíga skrefið ekki til fúlls og viðurkenna hve margt í þessari undarlegu veröld getur komið okkur fyrir sjónir sem fagurt, óskiljanlegt, óviðjafnanleg, dýrmætt, makalaust, og svo framvegis. Diamond orðar þetta meðal annars svo: Siðfræði á upptök sín í hugsun okkar um allt það sem okkur getur virst opinbera eitthvað þýðingarmikið um það hvers konar verur við erum. Að við deyjum og að við erum fær um siðferðilegt val er hér hlið við hlið, eins og margt annað.47 Við eigum öll til tornæmi og kaldlyndi hvert gagnvart öðru og öðrum lifandi verum. Það er ein af þeim staðreyndum um það hver við erum sem geta snortið okkur og ef til vill sett okkur algerlega út af laginu.48 Þeir sem ættu helst að vinna gegn þessari mannlegu tilhneigingu með því að lýsa upp mannlegt líf í hugsun og yfirvegun virðast í engu minni hættu en aðrir að smitast af slíku tornæmi. Þeir virðast eiga auðvelt með að lokast inni í fyrirfram gefnum hugmyndum og for- sendum um viðfangsefnið, jafnvel enn frekar nú en á tímum Immanúels Kant. „Það er eitthvað sambærilegt við Scrooge í heimspeki okkar“ segir Diamond, eitt- hvað sem fær okkur til að halda að hin barnslega tilfinning fyrir því að heimurinn sé makalaus komi því á engan hátt við hvernig við leggjum stund á alvöru heim- 44 Sjá „How Many Legs?“, s. 172-173. 45 Mér virðist mega sjá merki um slíka þröngsýni til dæmis í skrifum Kants um óskilgetin börn í Frumspeki siöanna, sjá Practical Philosophy, New York: Cambridge University Press 1999, s. 477; og um dýr, sjá Practical Philosophy, s. 564. 46 „Tvennt gagntekur hugann með endurnýjaðri og vaxandi aðdáun og lotningu, því oftar og einbeittar sem maður hugsar um það: stirndur himininn yfir höfði mér og siðalögmálið í brjósti mér“, Critique ofPractical Reason, í Practical Philosophy, s. 269. 47 „How Many Legs?“, s. 175. 48 I þessu sambandi má benda á tvær skáldsagnapersónur sem verða nánast sjúkar vegna vitundar sinnar um tilfinningaleysi og grimmd mannanna. Onnur er Ivan Karamazov t Karamazov- brœðrunum eftir Dostojevskí, og hin er Elísabet Costello í Ihe Lives of Animals eftir J.M. Coetzee.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.